Bændablaðið - 12.12.2013, Page 43

Bændablaðið - 12.12.2013, Page 43
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Hryssan Gleði frá Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu er fyrst til að vinna nýjan farandbikar sem Jötunn Vélar ehf. á Selfossi hefur gefið til heiðurs þeirri litföróttu hryssu sem hæst dæmist í kynbóta- mati á ári hverju á Íslandi. Það eru Hrossaræktar samtök Suðurlands sem hafa tekið að sér umsjón og rekstur verðlauna veitingarinnar samkvæmt stofnskrá og reglum um bikarinn sem skrifað var undir 8. nóvember síðastliðinn. Sendiherra litföróttra hrossa Í ræðu sem Páll Imsland flutti við veitingu bikarsins kom fram að hann er sjálfskipaður sendiherra litföróttra hrossa á Íslandi og hefur haft af þeim meiri og minni afskipti síðustu tvo áratugina. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaunaveiting fer fram. Litföróttar hryssur hafa ekki komið margar fyrir dóm að undanförnu og þessi verðlaunaveiting er viðleitni til þess að hvetja menn til að sinna og sýna litföróttu hryssurnar sínar. Ég vil því hvetja viðstadda til þess að segja frá því sem hér fer fram þegar heim er komið og stuðla þannig að útbreiðslu vitneskjunnar um þessa starfsemi, tilvist þessara verðlauna og möguleika eigenda litföróttra hryssna til þess að afla þeim sæmdar og frama,“ sagði Páll. „Hér fer nú fram afhending verðlaunagrips þar sem verðlaunuð verður sú litförótta hryssa sem hæstan dóm hefur hlotið á yfirstandandi ári fyrir kynbótadómi hér innanlands. Jötunn Vélar ehf. á Selfossi hafa gefið bikar í þessu sambandi og Hrossaræktarsamtök Suðurlands hafa tekið að sér umsjá og rekstur verðlaunaveitingarinnar. Báðir þessir aðilar hafa samþykkt með undirritun reglugerð varðandi verðlaunaveitinguna og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framtakið.“ Litförótt hross í útrýmingarhættu „Litföróttur litur eða réttara sagt litförótt mynstur stendur illa í stofninum og er í raun í útrýmingarhættu þó umtalsverð fjölgun og gæðabæting einstaklinga hafi átt sér stað í litföróttum hrossum á síðustu tveim áratugum. Um miðjan síðasta áratug 20. aldarinnar stóð þessi litur svo tæpt að aðeins voru um 50 hross í landinu sem báru hann og gátu fjölgað sér. Það gerir innan við 0,1% af stofnstærðinni og er mjög skýr yfirlýsing um útrýmingarhættuástand. Við lauslega könnun í WF [World Feng] hefur komið í ljós að á síðustu 24 árum, síðan 1990, hafa fæðst rúmlega 900 litförótt hross í landinu, þar af um 560 merar. Þegar frá hefur verið dregið það sem mér og samkvæmt WF er vitanlega dautt, það sem selt hefur verið úr landi og geldingar eru eftir um 340 litföróttar merar. Vegna aldurs og lélegrar afdrifaskráningar má fækka þeim verulega. Ef þannig er áætlað þá má gera ráð fyrir því að nú séu kannski til um 250 hross litförótt í landinu sem geta fjölgað sér. Það er um 0,3% af stofnstærðinni. Á sama tíma og með sömu nálgunum hafa líklega fæðst um 550 litförótt hross af íslenska hrossastofninum erlendis. Samkvæmt erfðafræðum nútímans kallast erfðareglurnar sem stýra litföróttu ríkjandi erfðir og slíkar erfðir geta horfið úr stofnum á óafturkræfan hátt fækki einstaklingum niður í mjög lágt hlutfall. Það hefur verið trú manna síðan árið 1979 að litförótt geti ekki verið til í arfhreinu ástandi, en nú hafa fundist arfhrein litförótt hross í nokkrum erlendum hrossakynjum svo öruggt er og því mælir ekkert á móti því að þau séu líka til meðal íslenskra hrossa. Það er að vísu sjaldgæft, vegna þess hversu fá litföróttu hrossin hér eru, að tveim litföróttum hrossum sé haldið saman, svo möguleikarnir á því að við fáum arfhreint eru ekki miklir. Að þessu er nánar vikið í grein í síðasta tölublaði Eiðfaxa og hvet ég áheyrendur til að skoða þá grein sér til upplýsinga. Þessi verðlaunaveiting er í raun bæði viðleitni til þess að styrkja stöðu litföróttra hrossa innan stofnsins og að stuðla að viðhaldi erfðabreiddarinnar í stofninum. Þetta fellur auk þess vel að nútímahugmyndum og markmiðum um sjálfbærni fyrir íslenska hrossastofninn. Bikarinn sem veittur verður er farandbikar veittur þeirri litföróttri hyssu til heiðurs sem hæstan kynbótadóm hlýtur á ári hverju hér innanlands. Skal hann varðveitast af eiganda hryssunnar, ef hann býr hér á landi. Ef eigandi hryssunnar er búsettur erlendis varðveita Hrossaræktar samtök Suðurlands bikarinn fyrir hans hönd og eins ef engin litförótt hryssa kemur til dóms. Eigandi fær þó alltaf sérstakt skjal um verðlaunaveitinguna og afrit af reglugerð þeirri sem verðlaununum fylgir.“ Eigandinn er danskur dýralæknir „Þetta er sem sagt fyrsta veiting þessa farandbikars og fellur hann í skaut hryssunni Gleði frá Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu. Eigandi hennar býr í Danmörku og fer því bikarinn ekki úr landi. Ég vil því biðja Svein Steinarsson í Litlalandi formann Hrossaræktarsamtaka Suðurlands að koma hér upp og veita bikarnum viðtöku fyrir hönd eiganda hryssunar og til varðveislu næsta árið.“ Þá lýsti Páll ætt og uppruna Gleði og sagði síðan: „Ræktendur Gleði eru Ólafía Kristín Sigurðardóttir og Ludvik Rudolf Kemp á Sauðárkróki. Eigandi hennar er Anne Marie Veistrup dýralæknir í Stutteri Oren við Lejre á Mið-Sjálandi í Danmörku. Jón Gíslason á Hofi keypti Gleði tvævetra af ræktendunum og mun hann hafa selt núverandi eiganda hana. Tamningamaður og sýningarknapi að Gleði er Guðmann Unnsteinsson í Langholtskoti í Hreppum. Gleði var flutt út til Danmerkur fyrir tæpum mánuði, hinn 18. október síðastliðinn. Ekki verður komið í veg fyrir að æskilegir gripir til innanlandsnota verði fluttir út en samt verðum við hafa varann á í þeim málum. Við megum ekki missa hvað sem er út úr ræktuninni hér innanlands. Til þess að koma einhverju lagi á þannig mál vantar okkur ennþá stofnverndarumræðuna. Stofnverndin eins og hún er núna hjá okkur virkar ekki, en það er allt annað alvörumál.“ Sýnd á Gaddastaðaflötum í ágúst „Gleði var sýnd á Gaddstaðaflötum hinn 19. ágúst síðastliðinn og var eina litförótta hryssan sem kom til dóms á árinu. „Þann sýningardag var allt á floti,“ sagði sýningarknapinn, eins og reyndar oftar var í sumar leið og veit maður ekki hver áhrif slíkt umhverfisástand hefur á dóm á hrossum. Varla vinnur það þó með háum einkunnum. Gleði hlaut 7,56 í aðaleinkunn og mjög jafnt fyrir kosti og sköpulag, eða 7,55 og 7,57. Lægstu sköpulags einkunnir hennar eru 6,5 fyrir fótagerð og 7,0 fyrir prúðleika. Annars eru einkunnir hennar 7,5 fyrir réttleika, bak og lend og samræmi og svo 8,0 fyrir höfuð; háls, herðar og bóga og hófa. Lægstu kostaeinkunnir hennar eru 5 f. skeið og 7,5 fékk hún fyrir stökk, en síðan 8,0 fyrir vilja og geðslag, fyrir tölt, brokk og fet og fyrir hægt stökk og hægt tölt. Hæsta einkunn hennar er 8,5 fyrir fegurð í reið. Guðmann segir Gleði hafa verið tamda veturinn 2013 og hún hafi sýnt gott geðslag, hún sé þæg í reið, hafi góða fótlyftu og sé lipur, líklega sé hún frekar hross til íþróttakeppni en kynbótakeppni. Gleði hefur eignast eitt folald, fætt 2011, undan Kraflara frá Ketilsstöðum. Það er Stella frá Ketilsstöðum á Völlum. Hún er skráð brúnstjörnótt í WF en er litförótt að auki. Stella er ræktuð af og er í eigu Anne Marie Vejstrup og Eldjárns Más Hallgrímssonar á Stutteri Oren á Sjálandi,“ sagði Páll að lokum. Jötunn Vélar gáfu farandbikar til heiðurs litföróttum hryssum: Gleði frá Lækjardal er fyrsta litförótta hryssan til að hreppa bikarinn – Eigandi hennar er Anne Marie Veistrup, dýralæknir í Stutteri Oren við Lejre á Mið-Sjálandi í Danmörku Gleði er frá Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu Þessi bær telst líklega til Refasveitar og stendur fram af sameiginlegu mynni Laxárdals og Norðurárdals skammt norðan Blönduóss. Gleði er fædd 2007 og er bleikálótt litförótt. Faðir hennar er Ísak frá Margrétarhofi f. 2002 móálóttur stjörnóttur hringeygur FF: Hróður frá Refsstöðum FM: Gleði frá Prestsbakka Móðir hennar er Rjúpa frá Lækjardal f. 1990 jarplitförótt MF: Litfari frá Vatnsleysu f. 1987 brúnlitföróttur MM: Jörp frá Lækjardal Rjúpa, móðir Gleði, hefur eignast 16 afkvæmi. Þar af eru átta litförótt, sem er hárnákvæmt hlutfall samkvæmt erfðalögmálum þeim sem ráða litdreifingu hjá arfblendnum litföróttum hrossum. – En hvaðan er litförótta mynstrið hennar Gleði komið? Faðir Rjúpu, Litfari frá Vatnsleysu, er undan Erpi frá Erpsstöðum í Dölum sem var fæddur 1983 brúnlitföróttur. Erpur var undan Hremmsu frá Ólafsdal sem fædd var 1965 og var líka brúnlitförótt. Hremmsa var undan Gránu frá Ólafsdal sem fæddist 1956 og var grá en fædd brúnlitförótt. Grána var undan Gráskjóna frá Fellsenda fæddum 1953, sem var gráskjóttur litföróttur en fæddur brúnskjóttur. Gráskjóni var undan Gránu frá Þorbergsstöðum sem var fædd 1948. er Bergur Jónsson, knapi og hrossaræktandi frá Ketilsstöðum. Mynd / Páll Imsland Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif... um land allt!

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.