Bændablaðið - 12.12.2013, Side 52

Bændablaðið - 12.12.2013, Side 52
53Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Hafsteinn Reykjalín J ó h a n n e s s o n , leigubíl stjóri, ljóð- skáld, tónskáld og f r í s t u n d a m á l a r i með meiru, hefur gefið út ljóðabókin Limru-Skjóðu sem er hans frumraun á limrusviðinu. Áður hefur hann gefið út ljóðabókina, Út úr þokunni, sem er með 115 ljóðum og tekið þátt í útgáfum ljóðabóka, Ljóðahóps Gjábakka. „Þessar limrur eru einskonar dægurflugur, sem ég hef gert, mér til skemmtunar og settar á prent, svo að þær glatist síður. Það er mín von að þú finnir eitthvað við þitt hæfi, til að brosa að og þá er tilgangi mínum náð,“ segir Hafsteinn um bókina. Óhætt er að segja að Hafsteini hafi tekist ætlunarverk sitt og ekki laust við að oft komist maður ekki hjá því að skella upp úr við limrulesturinn, jafnvel þótt menn reyni að vera einbeittir í lúsarleit að botnlausum leiðindum. Það verður því enginn svikinn af því að kaupa þessa litlu snotru ljóðabók sem skreytt er með mynd af olíumálverki höfundar. Hafsteinn er einn af stofnendum Félags frístundamálara og hefur haldið 14 einkasýningar ásamt mörgum samsýningum. Samið lög við ýmis ljóð eftir sig og aðra. Gefið út geisladisk, Ljúfar stundir, sem er ljúf ballöðumúsík og tekið þátt í nokkrum sönglagakeppnum. H a f s t e i n n er fæddur og uppa l inn á Hauganesi við Eyjafjörð. Hann nam iðnnám á Akureyr i og vélfræði í Reykjavík og hefur búið lengst af í Kópavogi. Um brottför sína frá Hauganesi yrkir Hafsteinn ágæta sjálfslýsingu í bókinni: Hafsteinn sem Hauganes flúði, hér og nú mætir sem lúði. Kannski svo klár, karl enn með hár, og kjaft sem var ætlaður trúði. Svo er önnur sem sýnir að Hafsteini líður greinilega vel í Kópavoginum. Dagar hér dýrlegir líða, í dásemd og engu að kvíða, blíðan í dag, bætir minn hag, en best væri heima að…. fá sér kaffisopa. Hann kemur víða við í þessu litla kveri og pólitík kemur þar líka við sögu. Um kosningarnar á síðastliðnu vori yrkir hann: Kosningar kjósendur vilja, koma á frelsi og skilja að klórir þú mér, þá klóra ég þér og kenni þér gróðann að hylja. Bækur Lausnarorð jólakrossgátunnar er tveggja orða setning sem á að birtast út frá örinni hægra megin við myndina af englinum. Sendið setninguna til Bændablaðsins á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið bbl@bondi.is (merkt í efnislínu – Jólakrossgáta). Ef lausn er send í pósti á að merkja umslagið á eftirfarandi hátt: Bændablaðið – lausn á jólakrossgátu Bændahöllin við Hagatorg 107 Reykjavík Verðlaun verða veitt fyrir fimm réttar lausnir. Dregið verður úr lausnunum sem borist hafa fyrir föstudaginn 3. janúar 2013. Lausn jólakrossgátunnar og nöfn vinningshafa verða birt í Bændablaðinu 9. janúar2014. – Góða skemmtun! Lausn jólakrossgátunnar Limru-Skjóða Jólakrossgáta Bændablaðsins 2013 Út er komin bókin Krosshóls- hlátur, sem er safn kveðskapar og sagna úr göngum bænda í Svarfaðar dal. Hjörleifur Hjartar- son frá Tjörn ritstýrir en það er Sunn lenska bóka kaffið á Selfossi sem gefur út. Bókinni sem er liðlega 200 síður fylgir diskur með söng gangna manna og hún er ríkulega mynd skreytt með tækifæris- myndum úr göngum og réttum. Slegið er á létta strengi í bókarkynningu þar sem segir að rit þetta sé fullt af úreltum pólitískum ranghugmyndum og þjóðlegu einelti. Í kveðskap og sögum er fátt gert til að draga úr að hér eru á ferðinni karllægar drykkjusögur og eru niðurreiðarvísur sem verða til í reið niður Skíðadalinn gott dæmi um það. Bálkur þessi er gjarnan sunginn í niðurreiðinni undir laginu „Litla skáld á grænni grein“, og hér eru nokkrar vísur úr honum. Á öllum stoppistöðunum stúta marga sér á og Hjöra á herðablöðunum á hlaðinu á Þverá – sem Hjöri liggur þver á. Guðamjöð á Másstöðum mætti okkur bjóða, og hér er sungið hástöfum, hamingjan mín góða – og hér er Ingi að sjóða. Á Másstöðum er mannlaus bær. Marga setur hljóða. Það er af sem áður var er Ingi var að sjóða – er Ingi var að sjóða.*) Léttfættir á leirunum leitum við að hæli, allir hreint á eyrunum ekki langt frá Dæli – á eyrunum hjá Dæli. Eftir greiða gangnareið að garðinum hjá Dæli eg fæ leiða innanneyð og æli og æli og æli – æli smá hjá Dæli. Krosshólshlátur – svarfdælsk sveitamenning á bók

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.