Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1958, Page 12

Læknablaðið - 15.11.1958, Page 12
84 LÆKNABLAÐIÐ um sjúklingum á ári. Hefur við þær rannsóknir komið i ljós, að sama hlutfall er áfram á milli frumeinkenna sjúkdómsins, en það gefur frekari vísbendingu um, að niðurstöður dr. Gortons séu réttar. Eg mun nú vikja að hans nið- urstöðum. TAFLA III. Första s-ymptom (Gorton, 1951). Buksmártor ................. 52 Blödningar: a) före menopausen .... 14 b) i menopausen ....... 23 --- 37 Tillváxt af buk............. 23 Márkt knöl i buken .......... 8 Trötthet, avmagring.......... 7 Urinbesvár .................. 4 Flytning, ryggsmártor, várk i benet, krákningar, diarré, and- fáddhet, körtel i Ijumske (var- dera 1) ................... 7 Okánt ....................... 2 Summa 140 Sjúkdómssaga hefur verið vandlega rakin um alla þessa sjúklinga. Eins og taflan gefur til kynna, eru verkir í kviðar- holi langsamlega algengasta frumeinkenni, ennfremur at- liyglisvert, að óreglulegar hlæð- ingar eru i mörgum tilfellum fyrsla einkenni, einkum blæð- ingar eftir að tíðir liætta. Vil ég í þessu sambandi geta þess, að dr. Gorton hefur um nokkurra ára skeið skorið upp um 60 konur, sem fengu blæð- ingar meira en tveim árum eftir að tiðir hættu. Höfðu þær all- ar þetta eina einkenni, og ekk- ert athugavert var finnanlegt við venjulega „gynekologiska“ rannsókn. Reyndust tvær hafa byrjandi krabbamein i öðrum eggjastokknum, og ennfremur fjórar aðrar hafa fibroma í sama líffæri, sem við smásjár- rannsókn sýndu miklar mitosae og atypiae í frumudeilingu, og dæmd voru forstig krabbameins af læknum meinafræðideildar- innar. Auk þess höfðu nokkrar til viðbótar lítil góðkvnja æxli. Eru niðurstöður þessar mjög at- hyglisverðar, og hvetja til mik- illar árvekni varðandi konur með þetta einkenni. Verkir þeir í kviðarholi, sem um getur, geta verið af ýmsum tegundum. Þeir geta verið væg- ir, dreifðir um allt kviðarhol eða staðbundnir. Þeir geta verið mjög sterkir og varað stutt eða varað lengi. I mörgum tilfellum höfðu sjúklingarnir oft leitað læknis eða legið einu sinni eða oftar í sjúkrahúsum og verið rannsakaðir á margan hátt. Röntgenmyndir teknar af öllum meltingarveginum, gallblöðru og nýrum, en þvi miður hafði ofl verið látið undir höfuð leggj- ast að gera „gynekologiska“ rannsókn, einkum í þeim tilfell- um, þar sem verkirnir voru staðsettir í efri hluta kviðarhols. Höfðu margar lcvenna þessara liaft sj úkdómgreininguna, neu- rasthenia, um langt skeið.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.