Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 35
L Æ K NABLAÐIÐ 103 þessum námsferli var doktors- ritgerð, er hann varði við Kaup- mannahafnarháskóla i febr. 1931, og fjallaði hún um „Æthiologiske Undersögelser over den kirurgiske Tubercu- lose i Barnealderen“. Það sama ár var hann skipaður forstöðu- maður röntgendeildarinnar við Sct. Elisabeths Ilospital i Kaup- mannahöfn, og gegndi liann því embætti til dauðadags. Jafn- framt starfi sínu á sjúkrahús- inu, stundaði hann almennar lækningar i Kaupmannahöfn, eða nánar tiltekið frá 1920. Hann var í stjórn „Hins íslenzka fræðafélags1 í Kaupmannahöfn og hréfafélagi í „Vísindafélagi lslendinga“. Sama árið og Halldór lauk emhættisprófi sínu, kvæntist liann danskri konu, Julie Wulff- Seback, ættaðri frá Svendborg á Fjóni. Eignuðust þau 2 hörn, pilt og stúlku, sem bæði eru gift og búsett í Danmörku. Halldór varð hráðkvaddur á heimili sínu kvöldið þ. 19. nóv. siðastliðinn. Við vorum 15 stúdentarnir sumarið 1909 og þeir síðustu, er útskrifuðust eftir gömlu reglugerðinni. Af þessum hóp voru 8 eða raunar 9, sem hófu nám í læknisfræði og luku 7 emhættisprófi; 5 frá háskólan- um hér heima og 2 frá háskól- anum í Kaupmannaliöfn. Er mér nær að halda, að þessi stú- dentaárgangur okkar muni hafa hæsta hundraðstölu lækna allra árganga fyrr og síðar. Halldór var góður námsmað- ur, eins og hann átti kyn til, samvizkusamur og vandur að virðingu sinni. Hann var vel lát- inn bæði af samstarfsmönnum sínum og sjúklingum, og áttu landar hans hauk í horni þar sem hann var með ýmiskonar fyrirgreiðslu. Það var ánægju- legt að koma á heimili hans, og lét ég aldrei undir liöfuð leggjast að koma þar við, er ég var á ferð um Kaupmanna- höfn eða hafði þar viðdvöl. Hann var fríður sýnum, frekar liár vexti og vel á sig kominn að öllu leyti, virðulegur í allri framkomu, en vingjarnlegur í viðmóti. Það er alltaf mikill skaði fyrir okkar fámennu þjóð, þegar vel menntaðir og góðir starfsmenn kjósa heldur að starfa í fram- andi landi að námi loknu, en þó er því ekki að neita, að það vekur hjá okkur ánægju og gleði, þegar landar okkar eru góðir fulltrúar lands síns meðal annara þjóða. Halldór heitinn var einn i þeim hóp. Bjarni Snæbjörnsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.