Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1958, Page 36

Læknablaðið - 15.11.1958, Page 36
104 LÆKNABLAÐIÐ TETANIJS Við höfum, í Sjúkrahúsi Akraness, haft til meðferðar sjúkl. með tetanus á háu stigi. Hefur það gefið tilefni til athug- unar á meðferð og er efni þessa erindis. Sjúkrasaga. Hinn 9. nóv. 1955 var komið með færeyskan sjómann, G. J., 23 ára, háseta, i spítalann. Hann hafði slasazt 22 klst. áður við vinnu sína á togara, er fjór- ir fingur vinstri handar fóru milli vírs og vindu. Vegna slæms veðurs, tók svona langan tima að komast inn. Baugfing- ur var aflimaður, en sárin á 2., 3. og 5. fingri voru lireins- uð og saumuð lauslega saman, þar sem þau voru allmikið þrút- in. Tekið var exsudat frá þeim og ræktaðist frá því staphylo- coccus aureus og paracolon, sem voru næmastir fyrir chloromy- cetini, en siður fyrir öðrum fúkalyfjum. Sjúkl. fékk strax stóra skannnta af slíkum lyfj- um (penicillin 400.000 X 3, streptomycin y2 gr. X 3 og cliloromycetin 500 mg X 3 dag- lega). Fyrstu dagana var sjúkl. há- Erindi flutt á Læknafundi Mið- Vesturlands 1956. febril, en liiti lækkaði þó bráð- lega og sjúkl. var farið að líða sæmilega. H. 15. nóv., eða 7 dögum eft- ir að sjúkl. slasaðist, fór hann að kvarta um verki í hnakka og hálsi, stífleika í kjálka. Umbúð- ir voru þá þegar teknar frá og kom í ljós, að sárin voru mjög infiseruð. Þriðji fingur var af- limaður, en sárin á 2. og 5. fingri og stúfnum á 4. fingri voru opnuð breitt. Fimm klst. síðar fékk hann 60.000 ein. af tetanus-antitoxin serum í v. og 40.000 ein. i vöðva, en hafði ekki fengið neitt áður. Þennan dag fór ástandið smámsaman versnandi. Sjúkl. fékk nokkur krampaköst með miklum epi- stotonus og trismus í kjálka- vöðvum, en líka kloniskum rykkjum í útlimum. Var nú gef- ið inj. magnesium sulfas 15% 17 ml.i.m. á 3 klst. fresti auk þess pethidin, 2 ml. á 3—4 tíma fresti, og inj. phenemali 1 ml. 1—2svar á dag. Geysimikið rennsli var á munnvatni og slími og gat sjúkl. engu kyngt. Hiti fór strax hækkandi, og þrátt fyrir að reynt væri að sjúga úr munni og koki sjúkl., var öndun erfið og slímliljóð mikil. H. 16. nóv. var því gerð trac-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.