Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1958, Page 41

Læknablaðið - 15.11.1958, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 109 mikilvægt er að hreinsa sár- ið vel og fjarlægja allan nekrótiskan vef og aðskotahluti (líka saumgarn). Ekkert dautt rúm má skilja eftir. Sum sár má skera alveg í burtu, öðrum þarf að halda opnum og fá lireint granulerandi sár. 2) Spasmar og krampar eru mjög sársaukafullir og kviða- vænlegir. Við þeim hafa verið reynd allskonar meðöl: róandi og vöðvaslappandi. Avertin rect- alt er mjög handhægt og gefur nauðsynlegan svefn. Gefið er 80 mg. pr. kg líkamsþunga 2svar á dag. Við notuðum magnesium súlfat í vöðva til að hindra krampa. Erlendis hefur verið notað curare og skyld efni, en eigi að fást næg afslöppun, er um leið komið nálægt öndunar- lömun, svo að sjúkl. þarf að vera undirstöðugu eftirliti svæf- ingarlæknis með öndunartækni. Mephenesin er lika talið gott og ekki eins erfitt i meðförum. 3) Eitt það mikilvægasta, sem gert er fvrir sjúld., er að gera tracheotomi, sem fyrst eftir að ljóst er iivað um er að ræða. Þá er liægt að sjúga slím frá trachea og lungnapípum auðveldlega og hindra að munn- vatn og matur renni ofan i lung- un. Jafnframt er nauðsynlegt að gefa antibiotica. Sérstakt vandamál er, hvernig á að næra sjúkl. Flestir mata sjúkl. gegn- um slöngu. Okkur tókst aldrei að koma slöngu niður, og gerð- um því Gastrostomi, sem verk- aði svo vel og var til svo mik- illa þæginda við meðalagjöf, að mjög ráðlegt er að nota hana, þegar um svona kyngingar-örð- ugleika er að ræða. Sjúkl. hef- ur engan baga af þessu, þvi að gastrostomían lokast strax og kerinn er tekinn. Þá er um leið leyst vandamálviðvíkjandi elek. trolytum og jafnvægi þeirra. lÓreglulegur andardráttur og decompensatio geta þurft sér- staka meðferð. Þvagteppa og hægðatregða og legusár þurfa sérstakrar aðgætni með góðri hjúkrun. Velta þarf sjúkl. á 1 klst. fresti. Mjög mikið veltur á mikilli og góðri hjúkrun, t. d. þurftum við að hafa stöðugt 2 manneskjur yfir okkar sjúkl. allan tímann. Auk þess þarf læknirinn að, koma oftar en 2svar á dag til að líta eftir svona sjúkl. Hvað gera skal. Hér á Islandi hefur tetanus verið staðbundinn i Vestmanna- eyjum og þar munu reglu- bundnar antitoxingjafir líðkast. En með þvi að blaða í Heil- brigðisskýrslunum og með við- tölum við ýsma lækna, er mér ljóst, að víðar á landinu get- ur verið um tetanussmitun að ræða. Tetanus er því sjúkdóm- ur, sem við verðum að vera við- búnir að mæta. Sé svo aftur litið á það, hve alvarlegur sjúk- dómurinn er, þá verður ennþá

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.