Læknablaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
115
1. mynd.
en þó var Iiægri upphandlegg-
urinn aðeins 23 cm að ummáli,
en sá vinstri 24,5 cm.
Ég hafði sem unglingur
kynnzt svokallaðri moðsuðu,
þar sem maturinn var settur
í pott og látin koma upp á lion-
um suðan, en síðan var hann
látinn í kassa, stoppaðan með
moði, ull eða tuskum og hlemm-
urinn þakinn með stoppuðu
loki. Maturinn var svo látinn
dúsa i þessu eins lengi og þurfti,
til þess að hann yrði fullsoðinn.
Þetta mun hafa verið nokkuð
algeng ráðstöfun í fyrri heims-
styrjöld til að spara eldivið
á fátækari heimilum á Suð-
urnesjum að minnsta kosti. Sem
sagt, maturinn hélt áfram að
sjóða eða brenna, ef maður not-
ar það orð, þótt hann væri tek-
inn af eldinum.
Með hliðsjón af þeim atrið-
um, sem ég hef talið upp, datt
mér i hug, þegar ég var stúdent
hér í Háskólanum árið 1928,
að reyna að gera tilraunir, sem
sannað gætu þýðingu vatnskæl-
ingar á bruna. Ég kej'pti því
tvö nýorpin hænuegg, jafnþung
og sem líkust i laginu, lét þau
á spaða, sem ég hélt svo niðri
í sjóðandi vatni í eina og npp
í þrjár mínútur. Ég tók svo
bæði eggin jafnt úr suðunni,
setti annað á þurrt viðarborð,
en lét um 8 stiga lieitt krana-
vatnið streyma á hitt eggið, þar
til það var orðið alveg kalt. Ég
beið svo, þangað til eggið á horð-
inu var orðið kalt, skar því næst
bæði eggin í tvennt. Þetta end-
urtók ég nokkrum sinnum. Kom
þá ævinlega í ljós, að vatnskældu
eggin voru minna hlaupin en
hin.
Því næst saumaði ég utan um
tvö og tvö egg ullarrýjur til þess
að líkja eftir klæðum fóllcs, en
fór að öðru leyti eins að og í
fyrri skiptin. Umbúðirnar lét ég
vera á eggjunum, þar til þau
höfðu kólnað að fullu. Nú kom