Læknablaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 26
104
LÆKNABLAÐIÐ
ilvægum notum og gert kleift
að fylgja eftir ýmsum viðbrögð-
um (reactionum) i efnaskipt-
ingunni. Þekking manna á ör-
efnum næringarinnar er enn af
skornum skannnti og stafar
mest af því, að maðurinn þarfn-
ast svo fjarska lítils af þeim,
að með þeim aðferðum, sem enn
eru þekktar, er ekki liægt að út-
rýma þeim svo gersamlega úr
næringunni, að hörguleinkenni,
sem annars kynnu og myndu
koma í ljós, geri vart við sig.
Þýðing örefnanna hefur aðeins
sannazt, þegar þau hafa verið
leidd i ljós sem liluti eða liðir
í vítamínum og enzymum.
Vítamín B 12 inniheldur kób-
alt, og er það eina sönnun þess,
að mannslíkaminn geti ekki án
þess verið. Dagskammtur
mannslíkamans af B 12 myndi
þó ekki innihalda nema 1/5000
úr mgr af kóbalti, og það út af
fyrir sig gæti enga þýðingu liaft
sem næringarefni.
Að zink sé manninum lífs-
nauðsynlegt, sannaðist fyrst,
þegar það fannst í enzymi, car-
hoanhydrase. Sama gildir um
joðið. Þýðing þess sannaðist,
þegar það fannst bundið lífrænu
efni, og þó sérstaklega, þegar
í ljós kom, að það myndaði all-
mikinn liluta skjaldkirtilsvak-
ans. Hins vegar er ekki fundin
óyggj andi sönnun þess, að flúor
sé manninum lífsnauðsynlegt,
þó að vitað sé, að það styrkir
tannglerunginn, og er þannig
mikilvægt.
Um nauðsyn molybdens er
enn allt á huldu, og sama gildir
um bór, sem bins vegar er sann-
að, að plönturnar megi ekki án
vera.
1 gamal- eða langræktuðu
landi bafa örefnin þorrið smátt
og smátt á síðustu áratugum.
Og þar sem stöðugt er keppt
að þvi að ná sem mestri upp-
skeru, liafa þau að sama skapi
minnkað í henni. Afleiðing þessa
hefur orðið sú, að komið hafa
fram sjúkdómar í ýmsum kvik-
fénaði — sérstaldega jórturdýr-
um. Bakteríur í vömb þeirra
þurfa á ýmsum örefnum að
halda, svo sem kopar og kóbalti.
Meðal manna liefur ekki tekizt
að sanna heilsufarsbreytingar
vegna skorts á þessum efnum.
Joð- og járnskortur hefur aftur
á móti svo glögg sjúkdómsein-
kenni i för með sér, að ekki
þarf um að deila.
Strumað hefur breiðzt úl yfir
stóra lduta lieims vegna joð-
skortsins, en síðan tekizt að
draga úr útbreiðslu þess og
lækna með því að blanda joði
i matarsaltið á þessum svæðum.
Sjúkdómar af skorti annarra
örefna bafa ekki sannazt, svo
að öruggt sé, og sennilega er
ekki mikil ástæða til að óttast
slíkt i náinni framtíð, því að
hjá því verður ekki komizt að
bæta j örðinni upp þau efni, sem
hún er rænd með því að krefja