Læknablaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 56
124
L.ÆKNABLAÐIÐ
lengur. Bjúgurinn og hyperæ-
mian náðu líka um einn cm úl
fyrir brennda blettinn, sem
aldrei kom fyrir bjá vatnskældu
rottunum.
Síðustu 6 dýrin voru drepin
eftir 21 dag. Brennda búðin
myndaði þurra, þunna slcorpu.
Að innan var búðin blaut og
mjög illa lvktandi. Hún var alls
staðar föst við undirliggjandi
vefi, sem voru morknir og græn-
ir eða þá blárauðir, næstum inn
að peritoneum. Má því telja
fullvíst, að öll dýrin befðu dáið
innan skamms, ef ég hefði ekki
orðið að drepa þau i síðasta lagi
á 21. degi frá bruna.
Svo óheppilega vildi til, að
dýrin, sem notuð voru í þess-
ari tilraun, voru miklu stærri
en í hinum tilraununum, eða að
meðalþunga 277 gr á móts við
188,2 gr. Það var því eðlilegt,
að þessi stóru dýr þyldu brun-
ann betur, því að eftir því sem
dýrin eru stærri, miðað við
sama hundraðshluta af yfir-
borðsbruna, þá þola þau ljrun-
ann betur en bin minni.
Enda þótt þessar tilraunir
hafi aðeins verið framkvæmd-