Læknablaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 30
106
LÆKNABLAÐIÐ
heimsráðstefniur um þessi mál,
þar á meðal í Sviss fyrir 2 til
3 árum. Árangur þeirra hefur
litið komið í ljós ennþá.
Fórustumenn matvælaiðnað-
arins verja aðgerðir sínar með
oddi og egg og peningum. Sú
skoðun ryður sér þó æ meira
til rúms meðal næringarefna-
sérfræðinga og lækna almennt,
að yfirleitt ætti að gjalda mjög
varhuga við því að blanda fæð-
una kemískum efnum, svo
framarlega sem ekki er öruggt,
að mannslíkaminn ráði yfir en-
zymum til að eyða þeim eða
brjóta þau niður.
Það væri strax spor í rétta
átt og mikils virði, ef hægt væri
að losna við allan þann fjölda
efna, sem notuð eru í matvælin
og ekki eru nauðsynlcg til að
verja þau skemmdum. En hér
er við ramman reip að draga.
Þó að mikil sókn sé víða liafin
í þá átt, sækist róðurinn seint
og veldur þeim mönnum þung-
um áhyggjum, sem um þessi
mál fjalla og mest lmgsa um
þau, því að yfirleitt líta þeir svo
á, að þarna sé komið inn á
liættulegar brautir.
Dæmi eru fyrir liendi um, að
dýrmæt næringarefni séu með-
höndluð með efnum, sem hafa
reynzt stórhættuleg, og má þar
nefna köfnunarefnistriklorið,
er notað var til að bleikja hveiti.
Ekki verður heldur komizt
hjá þvi, að alls konar efni slæð-
ist i matvælin, sem eiga þar
hvergi heima. Landbúnaðurinn
notar í sívaxandi mæli ýmis
sterk synthetisk efni til að eyða
illgresi og alls konar skemmd-
arvörgum í matjurtagörðum og
gróðurreitum. Þessi efni geta
síazt í gegnum ræturnar upp
í plönturnar, þó að ekki sé það
í stórum stíl. Hins vegar finn-
ast þau aldrei í fræjunum. Einn-
ig hefur sannazt, að sum þess-
ara efna loða lengi við plönt-
urnar, eftir að þær liafa verið
sprautaðar með þeim, og kom-
ast þannig í fæðuna.
Víðtækar dýratilraunir geta
einar leitt í ljós, live mikil brögð
eru að illgresis- og skordýra-
eitri i jurtafæðu mannsins. Vel
getur komið til greina, að þau
setjist að í einhverium líffær-
um, hlaðist þar upp og valdi
sjúkdómum. Væri mjög mikil-
vægt að upplýsa slikt.
Til aðskotaefna í næringunni
má einnig nefna hin polycycl-
isku carcinogen-samhönd, seni
samkvæmt rannsóknum og
sönnunum margra vísinda-
manna myndast við steikingu
feits kjöts og annarrar dýra-
fæðu, þegar liitinn fer upp í
200—300 stig. Margir telja, að
slík efni valdi krahbameini lijá
mönnum. Fullgild svör og ör-
uggar sannanir fást þó ek'ki við
þessum grunsemdum, fyrr en
miklar rannsóknir liafa farið
fram til viðhótar því, sem orð-
ið er. Furðulegum fjáriiæðum
er varið til þess að rannsaka or-