Læknablaðið - 01.12.1961, Page 32
156
LÆKNABLAÐIÐ
útvíkkuð á löngu svæði án
skarpra móta á heilbrigðum og
sjúkum æðavegg. I fjórða lagi
aneurysma dissecans, Shekel-
tons aneurysma, liefur verið
nefnt á islenzku flysjugúlpur,
og þá er um að ræða, að blóðið
kemst á milli laga í æðaveggn-
um sjálfum og flettir æðinni i
sundur. Einnig er stundum tal-
að um tractions aneurysma, þ. e.
aneurysma, sem framkallast af
togi frá ductus Botalli.
Ef við athugum þessar teg-
undir svolítið nánar, verður
þetta hið helzta, sem um það
er að segja.
Meðfætt aneurysma er sjald-
gæft, kemur helzt fyrir í aorta
ascendens og arcus, en einnig
kemur það fyrir í sinus Valsal-
vae og getur þá meðal annars
sprungið inn i vinstra framhólf
hjartans. Þessi aneurysma eru
oftast sacculer, fremur lítil, og
einkum er samgangurinn við
aorta lítill. Þau gefa því ekki
veruleg einkenni, nema þau,
sem sitja í sinus Valsalvae, en
'hin uppgötvast oft af tilviljun.
Það getur verið tiltölulega auð-
velt við þau að gera, þar sem
skemmdin í æðaveggnum er
venjulega á mjög litlu svæði.
Aneurysma luetica eru oft-
ast sacculer, eins og áður
er getið, geta verið multipel.
Þau eru algengust efst i aorta
og langflest eru localiseruð
ofan diaphragma og mjög
sjaldgæft að þau komi fyrir neð-
an arteriae renales.
Þessir sjúklingar eru oftast
innan 55 ára aldurs, liafa venju-
lega mjög mikil einkenni, þegar
þau eru komin á annað borð,
enda valda þessi aneurysma oft
erosio á beinum, auk þess sem
þau þrýsta á taugar og önnur
aðliggjandi líffæri. Þau geta
orðið geysistór, allt upp í barns-
höfuðstór, og valda þá eðlilega
mestum einkennum, enda þótt
einkenni séu einnig að verulegu
leyti komin undir staðsetningu
sjúkdómsins.
Það kemur fyrir, að allur
proximali hluti arcus ummynd-
ast í slikt aneurysma og útvíkk-
unin ofan við valvula aortae
getur náð til annulus og kemur
þá eðlilega leki frá aorta-lokun-
um (insufficientia), sem óhjá-
kvæmileg afleiðing af þvi. Sam-
fara þessu er þá oft fibrosis í
sjálfum lokunum, sem gerir það
að verkum, að þær þykkna og
skreppa saman, og stuðlar það
einnig að insufficientia.
I mótsetningu við rheumat-
iska lokugalla er stenosis sjakl-
an eða aldrei afleiðing af þess-
um sjúkdómi, og tilhneiging til
kölkunar í lokunum er mjög
lítil. Opin á hjartaæðum þrengj-
ast oft vegna ofvaxtar og seinna
samdráttar i handvef og vegna
endarteritis. Þetta þýðir auðvit-
að minnkað rennsli í gegnum
arteriae coronariae, og það
skerðir starfshæfni hjartavöðv-