Læknablaðið - 01.12.1961, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ
163
er að gert, og þar að auki eru
einkenni oftast svo mikil, eink-
um verkur og mæði, að þau
gefa mjög ákveðið tilefni til að-
gerðar.
Aneurysma dissecans valda
alltaf dauða sjúklinganna, ef
ekki myndast annað stoma og
blóðið kemst með því í sinn
rétta farveg.
Meðferð.
Brottnám (excisio) hefur
lengi verið talið æskilegasta að-
gerðin við aneurysma og var
raunar reynd fyrst fyrir nær
sex áratugum. Það var Tuffier,
sem benti á þá staðreynd árið
1902, að opið í æðaveggnum
væri venjulega lítið við aneuiys-
ma luetica og brottnám því vel
framkvæmanlegt í þeim tilfell-
um. Hans aðgerðir báru þó ekki
tilætlaðan árangur, mest vegna
infectionar. Fleiri reyndu að
nema brott aneurysma næstu
áratugina, en oftast án árang-
urs. Aðrar aðgerðir voru þvi
reyndar, sem voru í þvi fólgn-
ar að reyna að hindra áfram-
haldandi stækkun aneurysmans,
t. d. með því að framkalla
thrombus innan i gúlpnum eða
þá að vefja þau að utan, eða
hvort tveggja.
1 stuttu máli verða helztu að-
gerðirnar þessar:
1. Reynt að framkalla intra
aneurysmal thrombosis.
Þessi aðferð er kennd við
Moore og Corradi 1864,
seinna endurbætt af Blake-
more og King 1938 og 1951.
Ýmis efni voru notuð til
þess að sprauta inn i aneu-
rysmað í gegnum nálar, svo
sem gelatin og önnur
scleroserandi efni. Af öðr-
um ertandi efnum má telja
asbest og talkum, kvarz og
alúminíum-fosfat. Einnig
var reynt að setja þessi efni
i kringum æðina til þess að
örva fibrosis. Þá var reynt
að þræða langa virspotta í
gegnum nálar inn í aneu-
rysmað og vírinn notaður
sem leiðari fyrir rafstraum
(electrolysis).
Blakemore notaði kopar-
og silfurvír 0.2 mm að gild-
leika og þræddi oft inn 5
—10 m af þessum vír. Hann
hitaði þetta því næst með
galvanískum straum i 80—
83 °C, 10 sekúndur i senn,
einu sinni eða oftar. Ekki
var þó góður árangur við
þessar aðgerðir. Blakemore
fylgdist með sínum sjúkl-
ingum 10 ár, og voru þá
aðeins 27 % þeirra á lífi, en
flestir voru þeir sæmilega
frískir.
2. Aðgerðir til að örva peri-
aneurysmal fibrosis. Ýmis-
legt var reynt með þetta
fyrir augum, svo sem að
vefja aneurysma með fas-
ciuræmum og fínum vir-
netjum. Pearse notaði sello-
fan 1940, en Page hafði árið