Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ
1(57
aneurysmapokann alveg burt og
allt innihald lians, því að þá er
infectionshætta minni. Við aneu-
rysma í aorta abdominalis ná
breytingarnar mjög oft niður í
bifurcatio og bvrjunina á ar-
teriae iliacae, og þarf þá að taka
bluta af þeim æðum með og
verður transplantatið þá að vera
eftir því. Fyrst var ávallt gerð
bilateral sympatectomi, viðþess-
ar aðgerðir, en nú er það því
aðeins gert, ef teikn eru um
peripher vasculær sjúkdóm.
Arteria mesenterica inferior
er alltaf tekin i sundur og liafa
aldrei komið einkenni um is-
chemi í v. colon eða recturn,
Við aneurysma dissecans í
pai’s thoracalis og niður eftir
æðiuni er bezta aðgerðin að taaa
aorta í sundur efst í pars des-
cendens, taka hluta úr intima í
proximala hlutanum til að veita
blóðinu þar inn í, afmá via falsa
i neðri hlutanum með þvi að
sauma lögin saman og því næst
sauma æðaendana saman.
Siðustu árin liafa gerviefni
verið notuð í aorta og aðalgrein-
ar hennar með ágætum árangri,
og er það auðvitað mjög hand-
hægt, þar sem ekki er kleift að
koma upp æðabanka. Helztu
gerviefni eru nylon, orlon, ryon,
dacron og fiberglas. Efni þessi
eru ýmist ofin í dúk eða fléttuð
og þannig búin til æðarrör af
mismunandi stærð.
Auðvelt er að sótthreinsa þessi
efni, þar sem þau þola vel suðu.
Erfiðleikar eru liins vegar bæði
við að afla samkynja æða, en
einkum þó við að sótthreinsa
þær og geyma.
Helztu fylgikvillar eftir að-
gerðirnar og hinir alvarlegustu
eru ruptur á anastomosu og
blæðing, infection í anastomos-
unni, sem jafnvel getur komið
löngu seinna, og myndun nýs
aneurvsma. Nauðsynlegt er að
gefa 'þessum sjúklingum stóra
skammta af antilnotica pro-
fvlaktiskt. Auk þess geta svo
komið sömu fylgikvillar og við
aðrar aðgerðir.
Árangurinn af þessum aðgerð-
um er óðum að verða betri.
Bahnsen i Baltimore opereraði
2(5 aneurvsma i pars thóracalis
aortae og varð dánartalan 31%.
Hún er hins vegar alltaf mun
hærri við aðgerðir á brjósthols-
hluta aorta en á abdominal hlut-
anum. Hjá De Bakey og öðrum
var dánartalan 18^ við aneu-
rysma aortae abdominis, en þeir
opereruðu líka alla sjúklinga,
liversu lélegir sem þeir voru.
Dauðsföll voru mun algeng-
ari hjá sjúklingum, því eldri
sem þeir voru, og einnig tíðari
dauðsföll hjá þeim sjúklingum,
sem höfðu hjartasjúkdóma eða
nýrnasjúkdóma, en mjög marg-
ir sjúklinganna höfðu einmitl
þá sjúkdóma. Þá voru dauðsföll
einnig þrisvar sinnum algeng-
ari lijá sjúklingum með sprung-
ið aneurysma. Þeir sjúklingar
eru í mjög lélegu ástandi, venju-