Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 52
172
LÆKNABLA ÐIÐ
hafði verið falið að ráða mann
til að rita söguna, og hefði hún
fengið Pál Kolka til verksins.
Að athuguðu máli væri Páll
Kolka nú þeirrar skoðunar, að
heppilegra og myndarlegra væri
að gefa út sérstaka bók í tilefni
50 ára afmælis L. R. og hún
yrði saga læknasamtakanna á
Islandi almennt og kjarabaráttu
íslenzkra lækna; yrði útgáfu-
kostnaði þá væntanlega skipt
milli læknafélaga landsins.
Óskaði Arinbjörn eftir áliti
fundarins í þessu máli. Stjórn
L. I. var heimilað að taka af-
stöðu til málsins og greiða allt
að 20.000.00 kr. til ritsins, ef
henni litist svo á.
Ymis mál: Ólafur Björns-
son bar fram þá hugmynd, að
teknar yrðu á segulband fund-
argerðir L. R. og L. I. fram-
vegis. Taldi hann með því fást
gleggri yfirsýn yfir umræður,
vilja og afstöðu fundarmanna
til ýmissa mála. Einnig vakti
ólafur máls á því, að nauðsyn-
legt væri að koma á samræmdu
bókhaldi héraðslækna til gleggri
yfirsýnar um tekjur og gjöld
og síðast en ekki sízt til að afla
gagna, er nota mætti við samn-
inga um launamál. Um þessar
hugmyndir tóku til máls auk
framsögumanns: Kristinn Stef-
ánsson, Arinbjörn Kolbeinsson
og Gunnlaugur Snædal, og voru
þeir einróma fylgjandi tillögum
Ólafs. Stjórninni var falið að
sjá um kaup á segulbandstækj-
um í áðurnefndum tilgangi.
Þá var rætt um tilmæli land-
læknis til aðalfundar L. 1. um
tilnefningu fulltrúa til ráðgjaf-
ar sér um launa- og kjaramál
héraðslækna. Samþykkt var
eftirfarandi tillaga: „1 sam-
ræmi við ályktun læknaþings
felur fundurinn stjórninni að
tilnefna fulltrúa."
Að lokum þakkaði fráfar-
andi formaður, Kristinn Stef-
ánsson, fundinum mikil og góð
störf og fundarstjóra röggsam-
lega fundarstjórn. Fundarstjóri
þakkaði góða fundarsetu og
kurteislegar umræður og sleit
fundi kl. 16.25.
L. R. bauð læknum og konum
þeirra til fagnaðar í kjallara
Þjóðleikhússins um kvöldið, en
síðan var snæddur kvöldverður
sameiginlega á sama stað.