Læknablaðið - 01.12.1961, Síða 67
LÆKNABLAÐIÐ
179
Su
lyuri
•Ju r
Samúehion:
KH ANSÆÐ AS JÚKDÓMAR
TíAni og nrsakir
Tíðni.
Tíðrætt gerist um mikla
aukningu kransæðasjúkdóma
síðustu áratugina, og er ekki
lengur dregið í efa, að þessi
aukning er raunveruleg og
sannanleg með tölum.
Tíðni kransæðasjúkdóma á
Islandi virðist svipuð og í öðr-
um löndum, sem við höfum
skýrslur frá, og hafa þeir alls
staðar aukizt mjög. Árin 1911
til 1915 var tala sjúklinga, sem
létust af völdum kransæða-
sjúkdóma, 12,3%c allra dánar-
meina, en árin 1951 til 1955 var
sambærileg tala 131 ^/cc1).
Samkvæmt heilbrigðisskýrsl-
um fyrir árið 1956 fer dánar-
tala af völdum kransæðasjúk-
dóma enn hækkandi og er nú
hæsta dánarorsökin með þjóð-
inni, sem sé 1,6%C allra lands-
manna, en krabbamein alls kon-
ar 1,3%C og berklaveiki 0,03%o-
Mannfjöldi á öllu landinu hefur
aukizt á tímabilinu 1911 til
1955 úr 85.661 í 159.480, en
heildarmanndauði á sama tíma
lækkað úr 13,4%c í 7,2%c.
Orsakir.
Engin ein orsök er völd að
kransæðakölkun, enda er sá
kvilli samtvinnaður lífi og
starfi manna. Er því um margs
konar sambland að ræða, því að
orsaka sjúkdómsins er að leita
í skapgerð, lífsvenjum, starfi,
mataræði og ætterni persón-
unnar sjálfrar, svo að á eitt-
hvað af því helzta sé drepið.
Skapgerð.
Fyrir um það bil 150 árum
sagði franskur læknir, Corvi-
sart-) (1806), sérlega þekktur
fyrir rit sín um hjartasjúk-
dóma, að þeir kæmu af tveim
orsökum: í fyrsta lagi vegna
áreynslu og ofraunar á líffærið,
og í öðru lagi vegna geðshrær-
inga. Hin síðarnefnda orsök
hefur verið dregin mjög fram í
dagsljósið síðari árin, hvað
kransæðasjúkdómum viðkemur.
Nákvæmar rannsóknir varð-
andi þetta atriði hafa verið
framkvæmdar á þekktum spít-
ölum í Bandaríkjunum, og nið-
urstöður orðið þær, að lang-
vinn geðshræring, ýmiss konar
andleg áreynsla samfara á-
byrgðarmikilli stöðu hafa verið
undanfari kasts í langflestum
tilfellum. Einn höfundurinn