Læknablaðið - 01.12.1961, Page 71
LÆKNABLAÐIÐ
181
inga og kransæðasjúkdóma
Friedman og Rosemann,5)
Thomas og Cohen,6), Russek3).
T. d. segir Russek tóbaksnotk-
un tvisvar sinnum meiri í
kransæðasjúkdómahópnum en í
samanburðarhópnum, en skýr-
ir þetta með því, að það sé af
völdum aukinna geðhrifa og
andlegrar spennu hjá þessum
sjúklingum.
Á Landspítalanum (Theodór
Skúlason)'1) voru athugaðir
100 sjúklingar með kransæða-
sjúkdóma og 100 sjúklingar
með aðra sjúkdóma með tilliti
til reykinga. Voru aldursflokk-
ar þeir sömu og kyndreifing sú
sama í báðum flokkum. Niður-
staðan varð sú, að konur reyktu
jafnmargar í báðum flokkum.
Karlar reyktu 55 í kransæða-
sjúklingahópnum, en 43 í sam-
anburðarhópnum, en þar höfðu
þó 6 hætt reykingum, svo að út-
koman er lítt sannfærandi til að
draga ákveðnar ályktanir.
Starf.
Þrennt er það, sem flestir eru
sammála um, að hættulegt sé
fólki, hvað kransæðasjúkdóm-
um viðvíkur, sem sé:
1) Róleg staða og sitjandi
störf.
2) Andleg spenna.
3) Fiturík fæða.
Morris8) athugaði skyndi-
dauðsföll af völdum ki-ansæða-
stíflu á strætisvagnastarfs-
mönnum í London, 50 ára og
yngri. Reyndist hún þrisvar
sinnum algengari meðal vagn-
stjóranna en meðal þeirra, sem
miðana selja(conductors).Hann
gerði einnig rannsóknir á tíðni
kransæðastíflu meðal manna,
50 ára og yngri, annars vegar
þeirra, sem vinna létt störf og
hafa miklar setur (skrifstofu-
menn, símamenn), hins vegar
póstburðarmanna. Var krans-
æðastífla miklu sjaldgæfari í
síðarnefnda flokknum. Heldur
höfundur því fram, að ábyrgð-
in, sem hvílir á vagnstjórunum,
sé snar þáttur í hinni miklu
tíðni kransæðastíflu í þeim
hópi, en þakkar hinum mikla
erli, sem póstburðarmenn hafa,
hve vel þeir sleppa við þennan
sjúkdóm.
Hér á landi höfum við reynt
að gjöra okkur grein fyrir þessu
atriði. . Atvinnuhættir hafa
breytzt mjög síðustu áratugina.
Nú stunda miklu færri líkam-
lega erfiðisvinnu en áður. Eftir
því sem næst verður komizt,
stundaði meira en 80% þjóðar-
innar erfiðisvinnu árið 1910,
en nú minna en 60%. Theodór
Skúlason7) athugaði nýlega at-
vinnuskiptingu 100 spítala-
sjúklinga og 502 sjúklinga úr
eigin praxís, sem allir höfðu
ótvíræð einkenni kransæðasjúk-
dóma, og var skiptingin þannig:
Karlar:
Ekki líkamleg vinna 234
Létt störf 72
Erfiðisvinna 116