Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 78
188
LÆKN ABLAÐIÐ
áreynslu og nitroglycerins á
verkinn. 1 slíkum tilfellum verð-
ur að hafa í huga og útiloka
ýmsa sjúkdóma, sem líkzt geta
kransæðasjúkdómum. Af slík-
um sjúkdómum ber helzt að
nefna gollurshúsbólgu, milli-
rifjagigt, vöðvabólgu, skeifu-
garnarsár, gallsteina, þindar-
haul, vélindakrampa, hrygg-
súlugigt (spondylarthrosis) og
hjartakvíða (neurosis cordis).
Geta má þess, að einstaka
hjartahraustir menn eru við-
kvæmir fyrir koffeíni eða
nikotíni, og geta stórir skammt-
ar af þessum efnum framkall-
að hjá þeim verk, sem hefur
sömu staðsetningu og angina
pectoris verkur. Þessi verkur,
sem jafnan er vægur, kemur í
hvíld, versnar ekki við áreynslu
og hverfur ekki við nitro-
glycerininntöku. Líkist hann
því ekki hjartakveisu, en stað-
setning hans er til þess fallin
að leiða hugann að kransæða-
sjúkdómum og hefur villt um
fyrir sjúklingum og læknum.
Þegar kransæðaþrengsli
valda verulegri blóðrásarhindr-
un (ischæmi) í hjartavöðvan-
um, koma fram breytingar í
hjartaritinu, og eru breyting-
ar þessar jafnan fólgnar í
því, að í leiðslum yfir hinu
siúka svæði verða T—takkar
lágir, eða ranghverfir, og S—T
bil lækka. Þessi síðari breyting
kemur þó því aðeins fram, að
blóðrásarhindrunin sé sérstak-
lega bundin við innri vöðvalög
hjartans („subendocardial is-
chæmi“). Hins vegar koma ekki
fram breytingar á QRS hluta
hjartaritsins. Eins og áður er
sagt, þá er hjartaritið oft eðli-
legt hjá sjúklingum með hjarta-
kveisu, sé það tekið af sjúkl-
ingnum í hvíld. Með áreynslu-
hjartariti, sem framkallar blóð-
og súrefnisskort í hjartanu, má
fá fram greinilegar sjúklegar
breytingar af því tagi, sem
áður er nefnt, hjá meir en
helming þeirra sjúklinga, sem
hafa eðlilegt hjartarit í hvíld.
Þegar tekið er áreynslurit,
þarf að hafa í huga, að viss
hætta er því samfara, því að
fyrir kemur að áreynslanverður
sjúklingnum um megn, og hafa
slys hlotizt af. Það ætti því að
taka áreynslurit í þeim tilfell-
um einum, þegar um afbrigði-
leg sjúkdómseinkenni er að
ræða og sjúkdómsgreiningin er
óviss. Neikvætt áreynslurit úti-
lokar ekki kransæðasjúkdóm,
enda er ekki sjaldgæft, að
áreynslurit sé eðlilegt hjá sjúkl-
ingum með hjartakveisu, jafn-
vel þótt áreynslan framkalli
hjartaverk. Það er góð regla að
láta sjúklingana ekki reyna
meir á sig við prófið en sam-
svarar þeirri áreynslu, sem áð-
ur hefur nægt til að framkalla
verk.
Ymsar aðferðir eru viðhafð-
ar við framkvæmd áreynslurits-
ins. Þekktust er sú, sem kennd