Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1961, Page 82

Læknablaðið - 01.12.1961, Page 82
190 LÆKNABLAÐIÐ Q-takkar, eða lækkun á R- tökkum, svo sem oftast sést við kransæðastíflu. 1 svæsnari til- fellum getur sjúkdómsmyndin orðið óþekkjanleg frá byrjandi kransæðastíflu. Verður þá að fylgjast með sjúklingnum og gangi sjúkdómsins, taka hjarta- rit við og við og mæla transam- ínasa í blóði. Verður síðar vik- ið nánar að þeirri rannsóknar- aðferð. k. Kransæöastífla meS drepi (infarctus myocardii). Þegar um klassiska krans- æðastíflu er að ræða með drepi í hjartavöðva, er sjúkdóms- greiningin ekki erfið. Fyrsta einkennið er jafnan hjarta- kveisa, með sömu staðsetningu og útbreiðslu og áður hefur verið lýst. Kveisan er venjulega svæsn- ari en við einföld kransæða- þrengsli (angina pectoris) og stendur sjaldan skemur en Vz klst. og oft margar klst. Hún breytist ekkert við öndun, kyngingu eða mismunandi lík- amsstellingar. Nitroglycerin hefur ekki áhrif á verkinn. Tal- ið er, að 5—10% sjúklinganna fái alls engan verk, aðrir telja hlutfallstölu þeirra sjúklinga, sem fá ekki verk, miklu hærri. Annars fara sjúkdómseinkenni við kransæðastíflu að mjög miklu leyti eftir því, hve mikill hluti hjartavöðvans er skaddað- ur og óstarfhæfur. 1 vægari tilfellum er hjartakveisan aðal- einkenni, en í svæsnari tilfellum breytist sjúkdómsmyndin: Auk verkjanna fá sjúklingarnir þyngsli, verða kaldsveittir, grá- sýanotiskir, máttfarnir og hel- teknir af angist. Ógleði og upp- köst fylgir í sumum tilfellum. Svæsnari sjúkdómstilfelli lýsa sér auk þess fljótt með losti, lungnabj úg eða alvarlegum hjai'tsláttartruflunum. 1 langflestum tilfellum lækk- ar blóðþrýstingur nokkuð og því meir, sem hjartað er verr á sig komið. Hjartsláttur verður hraður, 100 til 120 á mínútu, þegar ekki eru leiðslutruflanir. Hjartahljóð verða dauf og f jar- læg, dístóliskur þrítaktur (gal- lop) heyrist oft yfir vinstra aft- urhólfi og er ásamt skiptipúls (pulsus alternans) og slím- hljóðum í lungum merki um bilun á vinstra hjartahelmingi. Einkenni um bilun á hægra hjartahelmingi geta einnig komið fram með auknum blá- æðaþrýstingi, eymslum á lifrar- stað og uppþembu. Fljótlega bætast við önnur sjúkdómseinkenni, sem stafa 'frá sjálfu drepinu (necrosis) í hjartavöðvanum, þ. e. fjölgun hvítra blóðkorna, aukning transaminasa í blóði, sótthiti, hækkað sökk, núningshljóð, sjúklegir. T-takkar og lækkaðir R-takkar í hjartariti. Líta ber á þessi síðasttöldu einkenni sem undirstöðu (criteria) sjúk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.