Læknablaðið - 01.12.1961, Page 82
190
LÆKNABLAÐIÐ
Q-takkar, eða lækkun á R-
tökkum, svo sem oftast sést við
kransæðastíflu. 1 svæsnari til-
fellum getur sjúkdómsmyndin
orðið óþekkjanleg frá byrjandi
kransæðastíflu. Verður þá að
fylgjast með sjúklingnum og
gangi sjúkdómsins, taka hjarta-
rit við og við og mæla transam-
ínasa í blóði. Verður síðar vik-
ið nánar að þeirri rannsóknar-
aðferð.
k. Kransæöastífla meS drepi
(infarctus myocardii).
Þegar um klassiska krans-
æðastíflu er að ræða með drepi
í hjartavöðva, er sjúkdóms-
greiningin ekki erfið. Fyrsta
einkennið er jafnan hjarta-
kveisa, með sömu staðsetningu
og útbreiðslu og áður hefur
verið lýst.
Kveisan er venjulega svæsn-
ari en við einföld kransæða-
þrengsli (angina pectoris) og
stendur sjaldan skemur en Vz
klst. og oft margar klst. Hún
breytist ekkert við öndun,
kyngingu eða mismunandi lík-
amsstellingar. Nitroglycerin
hefur ekki áhrif á verkinn. Tal-
ið er, að 5—10% sjúklinganna
fái alls engan verk, aðrir telja
hlutfallstölu þeirra sjúklinga,
sem fá ekki verk, miklu hærri.
Annars fara sjúkdómseinkenni
við kransæðastíflu að mjög
miklu leyti eftir því, hve mikill
hluti hjartavöðvans er skaddað-
ur og óstarfhæfur. 1 vægari
tilfellum er hjartakveisan aðal-
einkenni, en í svæsnari tilfellum
breytist sjúkdómsmyndin: Auk
verkjanna fá sjúklingarnir
þyngsli, verða kaldsveittir, grá-
sýanotiskir, máttfarnir og hel-
teknir af angist. Ógleði og upp-
köst fylgir í sumum tilfellum.
Svæsnari sjúkdómstilfelli lýsa
sér auk þess fljótt með losti,
lungnabj úg eða alvarlegum
hjai'tsláttartruflunum.
1 langflestum tilfellum lækk-
ar blóðþrýstingur nokkuð og
því meir, sem hjartað er verr á
sig komið. Hjartsláttur verður
hraður, 100 til 120 á mínútu,
þegar ekki eru leiðslutruflanir.
Hjartahljóð verða dauf og f jar-
læg, dístóliskur þrítaktur (gal-
lop) heyrist oft yfir vinstra aft-
urhólfi og er ásamt skiptipúls
(pulsus alternans) og slím-
hljóðum í lungum merki um
bilun á vinstra hjartahelmingi.
Einkenni um bilun á hægra
hjartahelmingi geta einnig
komið fram með auknum blá-
æðaþrýstingi, eymslum á lifrar-
stað og uppþembu.
Fljótlega bætast við önnur
sjúkdómseinkenni, sem stafa
'frá sjálfu drepinu (necrosis) í
hjartavöðvanum, þ. e. fjölgun
hvítra blóðkorna, aukning
transaminasa í blóði, sótthiti,
hækkað sökk, núningshljóð,
sjúklegir. T-takkar og lækkaðir
R-takkar í hjartariti. Líta ber
á þessi síðasttöldu einkenni
sem undirstöðu (criteria) sjúk-