Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1961, Side 83

Læknablaðið - 01.12.1961, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 191 dómsgreiningarinnar, en hafa ber í huga, að kransæðastífla getur átt sér stað, án þess að valda drepi eða framangreind sjúkdómseinkenni komi til. Ekki verður hjá því komizt að rifja upp nokkra helztu sjúkdóma, sem líkzt geta kransæðastíflu, en þeir eru þessir: Æðastífla (thrombosis, embolia) í lungum, hvotsótt, bráð gollurshúsbólga, sjúkdóm- ar í gallblöðru, sprunginn magi, bráð briskirtilsbólga, lungna- bólga og loftbrjóst. Greinarhöf- undur hefur séð tvö tilfelli af kransæðastíflu, sem talin voru inflúensa og einkennum lýst sem særindum fyrir brjósti ásamt hita, mæði og slappleika. Af öðrum sjúkdómum má nefna þindarhaul, ristil og aneurysma dissecance í aorta. Oft kemur í fyrstu til álita, hvort um sé að ræða kransæða- stíflu, bráða kransæðabilun (in- farctus imminens) eða einung- is hjartakveisu. Hjartaritið er mjög gagnlegt við greiningu kransæðastíflu, og verður að draga sjúkdóms- greininguna í efa, þegar ekki koma fram ákveðnar breyting- ar í því. Þó verður að hafa í huga, að einstaka sinnum koma slíkar breytingar ekki fram fyi’r en seint og síðarmeir, jafn- vel ekki fyrr en eftir 7 til 13 daga. Þetta veldur þó ekki erf- iðleikum lengur, þar sem trans- umínasamælingar eru viðhafðar. Þegar kransæðastífla veldur drepi í hjartavöðvanum (in- farctus myocardii), koma lang- oftast á fyrstu klst. fram aug- ljósar breytingar í hjartaritinu. Fyrst af öllu sést hækkun á S- T bili í leiðslum, sem liggja yf- ir hinu sjúka svæði og samsvar- andi lækkun á S-T bili í gagn- lægum leiðslum. Því næst breyt- ist QRS hluti hjartaritsins: R- takkinn lækkar eða hverfur, stór Q-takki myndast, loks rang- hverfist T-takkinn í framangr. leiðslum. Þegar vöðvadrepið er bundið við innsta hluta hjart- ans (infarctus subendocar- diale), verða breytingarnar í hjartariti stöku sinnum með öðrum hætti. 1 stað S-T hækk- unar kemur S-T lækkun. Stórir Q-takkar koma ekki fram, R- takkar lækka lítið, en hverfa aldrei með öllu. Sjúkdómurinn verður því greindur af sjúk- dómsmyndinni og transamín- asaákvörðunum, en ekki með aðstoð hjartaritsins. Hafa verður í huga, að hin- ar glöggu breytingar í hjarta- ritinu, sem að framan er lýst, sjást því aðeins, að drepið nái í gegnum meiri hluta hjarta- veggjarins og út á yfirborð hjartans (transmural). Sé drepið bundið við lítið svæði inni í vöðvaveggnum (intramu- ral), sjást litlar eða engar breytingar í hjartaritinu, og sjúkdómsgreiningin kann að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.