Læknablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 84
192
LÆ KNABLAÐIÐ
verða mjög erfið, en þá hafa
transamínasamælingar sýnt
yfirburði sína.
Þegar vinstragreinrof finnst
í hjartaritinu, er ritið gagnslítið
við greiningu á kransæðastíflu.
Endurteknar kransæðastíflur
er oft erfitt að greina með
hjartaríti.
Bráð gollurshúsbólga og
bráðar æðastíflur í lungum
valda breytingum á S-T bili og
T-tökkum í hjartariti, sem líkj-
ast mjög þeim breytingum, sem
fyrst sjást af völdum krans-
æðastíflu.
Þegar hjartaritið veitir ekki
fullnægjandi upplýsingar, eru
transamínasaákvarðanir alltaf
mikilsverðar.
Jafnan er nauðsynlegt að
endurtaka hjartaritið með hæfi-
legu millibili. Slíkur saman-
burður á hjartaritinu auðveld-
ar sjúkdómsgreininguna. Kann
þá að vera ómetanlegt að hafa
til samanburðar „gamalt“
hjartarit, tekið af sjúklingnum,
áður en hann veiktist.
Augljóst er, að oftast er auð-
velt að greina bráða kransæða-
stíflu, þegar aðstaða til nauð-
synlegra rannsókna er fyrir
hendi. öðru máli gegnir um
gamlar kransæðastíflur. Er oft
nær ógerningur að greina sjúk-
dóminn á því stigi, en það er
ekki sjaldgæft, að læknar kom-
ist í þann vanda, sökum þess
að sjúkdómurinn hefur, af ýms-
um ástæðum, ekki verið greind-
ur á bráða stiginu.
Einna erfiðast reynist að
skera úr um, hvort stórir Q-
takkar í II., III. og aVf leiðsl-
um eru sjúklegir eða ekki; og
einnig að dæma um lága T-
takka í I. leiðslu og vinstri
brjóstleiðslum, en athuganir
hafa sýnt, að í hópi þeirra, sem
hafa framangreindar breyting-
ar í hjartariti, eru margir, sem
fengið hafa kransæðastíflu.
Með Vektor-hjartariti (vec-
toracardiogram) má stundum
komast að réttri niðurstöðu um
eðli framangreindra breytinga
og sýna fram á vöðvarýrnun í
hjarta eftir gamlar æðastíflur.
Ætla má, að í framtíðinni
verði röntgenmyndatökur af
kransæðum mikið tíðkaðar, og
hefur þegar verið sýnt fram á,
að með þeirri aðferð má glögg-
lega leiða í ljós kransæðastíflur,
þrengsli og jafnvel samdrætti
(spasma) í kransæðum.
Að framan hefur oft verið
drepið á transamínasamælingar
til greiningar á kransæðastíflu.
Mælingar þessar hófust 1954,
og hefur gildi þeirra sannazt æ
síðan, og eru þær nú taldar ó-
missandi þáttur við sjúkdóms-
greininguna. Án transamínasa-
mælinga verður sjúkdóms-
greiningin oft óviss og beinlín-
is hætta á röngum sjúkdóms-
greiningum. Nauðsyn ná-
kvæmrar sjúkdómsgreiningar
hefur hins vegar aukizt við til-
j