Læknablaðið - 01.12.1962, Síða 18
146
LÆIÍNABLAÐIÐ
hreinn og gáfnlegur, hlýr og
hláturmildur og tók nýjum
skólafélaga sem gömlum leik-
bróður, og þannig reyndist
hann öll árin, sem við stunduð-
um nám saman. Honum sóttist
námið þegar mjög vel, enda
tók hann það föstum tökum frá
byrjun, og í janúar 1947 lauk
hann kandídatsprófi með
hárri einkunn, 183i/g stig.
Að námi loknu hér Iieima
stóð hugur Úlfars til fram-
lialdsnáms, enda Iiöfðu þá, í
lok síðari heimsstyrjaldar, ált
sér stað mjög stórstígar fram-
farir á sviði læknisfræðinnar,
sérstaklega meðal stórþjóð-
anna, og ákvað Úlfar því fram-
haldsnám i Bandaríkjunum og
fór þangað í apríl 1947. Ég sá
liann ekki eftir þetta, en bafði
spurnir af honum öðru hverju,
og eitt vissi ég, — eins og við
öll skólasystkini hans -—, að
frami hans var öruggur, ef
heilsa bans leyfði, og þær frétt-
ir, sem bárust, vitnuðu um
árangur sömu eiginleika, sem
bann bafði sýnt í námi hér
lieima.
Úlfar dvaldist upp frá þessu
fjarri ættjörð sinni, en kom
hingað aðeins sem gestur, og
helgaði krafta sina til dauða-
dags þeirri vísindagrein, sem
tekið hafði hug hans allan.
Hann Iagði stund á lyflæknis-
fræði og þá fyrst og fremst
blóðsjúkdóma og skylda sjúk-
dóma, t. d. krabbamein og
rannsóknir á lyfjum gegn þess-
um sjúkdómum. Ilann lauk
erfiðum prófum í sambandi
við framhaldsnám sitt, m. a.
National Board of Medical
Examiners og The American
Board of Internal Medicine.
Fyrstu þrjú árin starfaði
Úlfar við Duke University Ho-
spital, síðan næstu þrjú árin
við Pratt Diagnoslic Ilospital
í Boston. Á árunum 1953—1955
starfaði hann við ameríska
spítalann í París. Árið 1955
réðst hann sem kennari í
læknisfræði við háskólann í
Miami. Frá þeim tíma veitti
hann forstöðu deild, sem ein-
göngu fékkst við blóðsjúkdóma
og krabbamein og rannsókn á
þeim sjúkdómum, og á þessu
tímabili varð hann prófessor í
lvflæknisfræði (hematology)
við áðurnefndan háskóla og
varð á svipuðum tíma félagi í
eftirtöldum vísindaf élögum:
Ne\v York Academy of Science,
The American Association for
the Advancement of Science,
The American Federation for
Clinical Besearcb, The Am-
erican Society of Hematology
and the International Society
of Hematology. Hann bafði á
þessu tímabili ritað margar
greinar í læknatímarit, og þá
fyrst og fremst um hematologi
og cancer chemotherapi, og
einnig ferðazt um og haldið
fyrirlestra í fræðigrein sinni.
í sept. 1958 sótti hann alþjóða-