Læknablaðið - 01.12.1962, Side 54
176
LÆKNABLAÐIÐ
sízt má falla á skuggi tor-
tryggni frá neinum aðila, hvorki
samlagi, sjúklingi né lækni. Fyr-
ir því mótmælir stjórn L. 1. ein-
dregið eftirgreindu ákvæði:
„Sjúkrasamlag hefur heim-
ild til að ákveða, að sjúkling-
ur greiði lækni reikning að
fullu, og endurgreiðir þá sam-
lagið sjúklingi sinn hluta.“
Efni þessa hréfs var fylgt eft-
ir í samtölum við heilbrigðis-
málaráðherra og þingmenn, en
án árangurs.
Lög nr. 55/1962 um kjara-
samninga opinberra starfs-
manna taka til þeirra, sem eru
skipaðir, settir eða ráðnir í þjón-
ustu ríkisins, ríkisstofnana eða
atvinnufyrirtækja ríkisins með
föstum launum og minnst
þriggja mánaða uppsagnar-
fresti, enda verði starf þeirra
talið aðalstarf. Er borgar-, bæj-
ar- og sveitastjórnum skylt að
veita starfsmönnum sínum
samningsrétt í samræmi við lög
þessi, ef hlutaðeigandi starfs-
mannafélag óskar þess.
Skal BSRB fara með fyrir-
svar ríkisstarfsmanna um
kjarasamninga og aðrar ákvarð-
anir af hendi starfsmanna skv.
lögum þessum, hvort sem þeir
eru aðilar að BSRB eða ekki.
Bandalag háskólamanna hafði
farið þess á leit við ríkisstjórn-
ina að verða viðurkenndur
samningsaðili fyrir sína félags-
menn. En því var synjað. Þá
fór BHM þess á leit við að-
ildarfélög sín, þ. á m. L. I., að
þau kæmu kröfum sinum um
röðun í launaflokka á framfæri
við BSRB fyrir milligöngu
BHM og myndu kröfurnar
verða samræmdar áður. Var
fallizl á þetta af hálfu L.l. Þeg-
ar tillögur um röðun í launa-
stigann tóku að herast til BHM,
kom í Ijós, að sum aðildarfé-
lögin höfðu raðað sínum félags-
mönnum í óeðlilega Iiáa flokka,
og jafnframt, að launaráð BHM
myndi ekki gera tilraun til þess
að samræma kröfurnar. Þá fól
stjórn L. I. einum fulltrúa sín-
um hjá BHM, Arinbirni Ivol-
beinssyni, að tilkynna stjórn
BIIM, að L.l. myndi hvorki skila
kröfum til BHM né BSRB, ef
samræming yrði ekki gerð á
kröfum aðildarfélaga. Hve mikil
áhrif þessi aðvörun hafði, skal
ósagt látið, en svo fór, að launa-
ráð BHM gerði breytingar á
kröfum ýmissa aðildarfélaga.
BSRB útbjó launastiga að
norskri fyrirmynd, og eru í hon-
um 32 launafl., eftir að BHM
hafði bætt við tveimur flokkum.
Launanefnd L.R. raðaði kandí-
dötum, aðstoðar- og deildar-
læknum; stjórn Félags yfir-
lækna raðaði yfirlæknum, en
stjórn L.í. héraðslæknum. Við
liina fyrstu röðun á héraðslækn-
um studdist stjórnin við liina
gömlu launapólitík héraðslækna
og setti þá í 11. flokk, hafði þá
ekki birzt röðun frá L.R. Var
lillagan send formönnum