Læknablaðið - 01.12.1962, Síða 73
LÆKNABLAÐIÐ
185
um tekið með. Hitt skipti þó
megin máli, að greiðslur allar
voru mun lægri.
Stjórn L. 1. og samninganefnd
fengu tillögur þessar til nánari
athugunar á fundinum. Féll-
umst við samhljóða á form
þeirra, en gerðum síðan á þeim
þær breytingar til hækkunar,
sem okkur þótti þurfa.
Samkomulag náðist ekki.
Það, sem næst gerðist, er, að
forstjóri T. R. sendir dóms- og
kirkj umálaráðuney tinu hréf
dags. 2/8 1962.
Var það skoðun okkar, að með
bréfi þessu hefði T. R. raunar
lýst yfir því, að frekari samn-
ingaumleitanir væru þýðingar-
lausar. Stjórn L. 1. og tveir
nefndarmenn, Brynjúlfur Dags-
son og Ólafur P. Jónsson, komu
síðan á fund landlæknis i byrj-
un ágúst. Var auðheyrt á land-
lækni, að hann var ófús að
semja gjaldskrá, en muudi
kjósa, að enn yrði samninga-
leiðin reynd til ýtrustu þrautar;
einnig, að hann myndi ekki
fara svo hátt með greiðslur,
sem við höfðum óskað.
Ég vil að endingu taka það
fram, að mjög hefur það tor-
veldað störf nefndarinnar, að
við vissum ekkert að gagni um
tekjur héraðslækna af læknis-
störfum, praxis, eða tilkostnað.
Var það illa farið, hve svör
við spurningum L. I. frá síðastl.
ári heimtust illa. Nefndin gerði
það að tillögu sinni á fyrsta
fundi sínum, að svipaðir spurn-
ingalistar —- þó mun einfaldari
— yrðu sendir héraðslæknum
aftur. Lagði formaður nefndar-
innar þessa uppástungu fyrir
stjórn L. 1., en ekkert varð úr
framkvæmdum, því miður.
Ég hef hér stiklað á stóru og
aðeins skýrt frá aðalatriðum,
sleppt mörgu, sem fram kom i
umræðunum og við undirbún-
ing allan. En tiltækar eru þær
fundargerðir, sem Ólafur hef-
ur ritað, svo og önnur gögn,
og verða þau lögð fram, ef ósk-
að er.
Reykjavík, 11/8 1962,
Brynjúlfur Dagsson.
Miklar umræður urðu um
skýrslu samninganefndar hér-
aðslækna, og tóku þessir til
máls: Óskar Þórðarson, Guð-
mundur Karl Pétursson, Brynj-
úlfur Dagsson, Ólafur Björns-
son, Ófeigur J. Ófeigsson,
Bjarni Bjarnason, Eggert Ein-
arsson, Ólafur Bjarnason og
Þorsteinn Sigurðsson. Var það
almennt álit manna, að stefna
beri að því að fá viðurkenn-
ingu T. R. og heilhrigðisyfir-
valda á þeirri meginreglu, að
sama greiðsla komi fyrir sam-
bærileg læknisstörf, hvar sem
unnin eru á landinu. Ef samn-
ingar nást ekki á þeim grund-
velli nú þegar er e.t.v. viðun-
andi að ná því marki í áföng-
um á tveimur til þremur árum.
Næsta mál var röðun lækna