Læknablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 75
LÆKNABLAÐIÐ
187
son og Ölafur Bjamason. 1 þeim
umræðum kom fram það sjón-
armið, að réttlætismál væri, að
héraðslæknar fengju einnig
greiðslu í tryggingarsjóð af
praxistekjum sínum.
Gjaldkeri félagsins, Ölafur
Björnsson, lagði fram og gerði
grein fyrir reikningum L. 1.,
styrktarsjóðs ekkna og munað-
arlausra barna íslenzkra lækna,
Læknablaðsins og læknanám-
skeiðs.
Gjaldkeri gerði sérstaka grein
fyrir tveimur atriðum í reikn-
ingum L. 1. 1 fyrsta lagi því, að
búsaleiga fyrir sameiginlega
skrifstol'u með L. B. hefði ver-
ið hækkuð upp í kr. 10.000.00.
1 öðru lagi kaupum á útgáfu-
rétti ritsins „Læknar á lslandi“,
fyrir 100 þús. kr., í samræmi
við ákvörðun síðasta aðalfund-
ar. Hin tölulega lilið reikninga
L. 1. var samþykkt samliljóða,
en Öfeigur J. Öfeigsson átaldi
það, að útgáfuréttur ritsins
„Læknar á lslandi“ skyldi
keyptur svo háu verði. Var Ó-
feigi bent á, að stjórn L. 1. hefði
í því atriði verið bundin af
samþylckt síðasta aðalfundar.
Beikningar Læknablaðsins og
læknanámskeiðs voru sam-
þykktir samhljóða.
Þá var borin upp tillaga frá
stjórninni þess efnis, að árstil-
lag fyrir næsta ár yrði krónur
1200.00. Engar breytingartil-
lögur komu fram og var stjórn-
artillagan samþykkt með öllum
atkvæðum fundarmanna sam-
hljóða.
iVlal og tillögur frá
svæðafélögum.
Formaður félagsstjórnar
lagði fram bréf frá L. B., þar
sem óskað var eftir kynningu
á, umræðum um og áliti aðal-
fundar L. 1. á eftirtöldum mál-
um:
1. Gjaldskrármál.
2. Bifreiðamál.
3. Hóptrj'gging lækna.
4. Samvinna við erlend
læknafélög.
5. Endurskoðun á lögum
L. 1.
6. Skylduvinna kandídata.
7. Hjúkrunarmál.
8. Sjúkrabúsmál.
9. Aukin aðild læknafélaga
að framkvæmd heilbrigðis-
mála.
Formaður skýrði frá því, að
bréfið befði borizt stjórninni
svo seint, þ. e. kvöldið fyrir
brottför frá Beykjavík, að
henni hefði ekki unnizt tími til
að kynna sér efni þess nánar.
Mörg þeirra mála, sem hér væri
drepið á, hefðu áður verið rædd
á aðalfundum L. 1., en varðandi
sum þeirra hefði stjórnin liugs-
að sér að bera fram tillögur í
sambandi við umræður um önn-
ur mál síðar á fundinum. Taldi
hann rétt, að stjórnin fengi ráð-
rúm til að kynna sér efni bréfs-
ins nokkru betur og málin
yrðu svo rædd nánar síðar á