Læknablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 78
190
L Æ KNABLAÐIÐ
inni smám saman, eftir því sem
fé ynnist til, en læknafélögin
ættu auk þess kjallarann til út-
leigu eða eigin nota seinna
meir. Þrjár efri hæðirnar skal
læknum leyft að reisa fyrir eig-
in reikning, og verði þær
kvaðalaus eign þeirra að öðru
leyti en þvi, að er læknir fellur
frá eða ákveður að hætta störf-
um, skal skylt að selja húsnæð-
ið lækni, svo að tryggt sé, að
húsnæðið verði aldrei notað til
annars en læknisþjónustu. Þeir
læknar, sem setjast að í D. M.,
skulu mynda með sér félag um
eign sína í húsinu og komi
stjórn þess fram fyrir þeirra
hönd í öllum samningum og
viðskiptum við stjórn D. M.
Loks kom fram í skýrslunni,
að leitað hefði verið til amer-
íska sendiráðsins í Reykjavík
um að rannsaka, hvort vænta
mætti árangurs af því að leita
til stofnana í Bandaríkjunum,
sem veita fé til menningarmála
um allan heim, um styrki til
uppbyggingar D. M. Þetta mál
er enn í athugun.
Umræður urðu miklar um
skýrsluna, og tóku þátt í þeim
eftirtaldir fulltrúar: ófeigur J.
Ofeigsson, Ólafur Þ. Þorsteins-
son, Guðmundur Karl Péturs-
son, óskar Þórðarson, Ölafur
Bjarnason og Eggert Einars-
son, auk Bjarna Bjarnasonar,
sem tók til máls oftar en einu
sinni. Bjarni Bjarnason hafði
samið tillögu í málinu, en stjórn
L. 1. gert á henni nokkrar breyt-
ingar, og var hún síðan lögð
fram í eftirfarandi formi:
„Aðalfundur L. 1. haldinn
að Hallormsstað 17. og 18.
ágúst 1962 samþykkir að fela
stjórn Domus Medica í sam-
ráði við stjórnir L. 1. og L. R.
að hefja byggingu læknahúss-
ins í Reykjavík á lóð læknafé-
laganna á horni Egilsgötú og
Snorrahrautar svo fljótt sem
auðið er, þegar fjárhagsgrund-
völlur er tryggður. Byggt verði
í byrjun kjallari og fyrsta hæð
á vegum stofnunarinnar með
það fyrir augum, að húsnæðið
verði leigt út um óákveðinn
tíma, þar til fjárhagur leyl'ir
að ljúka henni að fullu, annað-
hvort í áföngum eða einu átaki
skv. seinni ákvörðun. Læknum
verði leyft að l)yggja efri hæð-
ir hússins sem lækningastofnr,
og verði þær eignir þeirra skv.
þeim skilyrðum og samning-
um, sem læknafélögin og stjórn
Domus Medica koma sér sam-
an um.“
Fundarstjóri bar framan-
greinda ályktun undir atkvæði,
og var hún samþykkt í einu
hljóði.
Eftirtaldar fastanefndir voru
kjörnar einróma:
Samninganefnd héraðslækna:
Brynjúlfur Dagsson, Kópavogi,
Ólafur P. Jónsson, Alafossi, og
Bjarni Guðmundsson, Selfossi.
Samninganefnd praktiserandi
lækna utan Reykjavíkur: Páll