Læknablaðið - 01.12.1962, Side 97
LÆKNABLAÐIÐ
205
þykktar voru á fundi í L. R. 21.
febr. 1962 á þá félagsmenn, sem
forgöngu höfðu um stofnun
Félags sjúkrasamlagslækna,
nái til allra stofnenda þess
félags.
Þessi skilningur getur ekki
staðizt, því að skýrt er tekið
fram í fundarsamþykktinni, að
víturnar nái eingöngu til
þeirra, er höfðu forgöngu um
stofnun félagsins. Orðrétt var
álýktunin þannig:
„Fundur í L. R., haldinn
21/2 1962, vítir þá félags-
menn, sem forgöngu höfðu
um stofnun Félags sjúkra-
samlagslækna og átelur
harðlega aðferðir þær, sem
hafðar voru við stofnun
þess ..
Framangreind sjónarmið
greinarhöfundar eru þeim mun
fráleitari, þar sem komið
hafði í Ijós beinlínis óánægja
hjá stofnendum Félags sjúkra-
samlagslækna með þann hátt,
sem hafður var á um stofnun
félagsins, sbr. fundargerð L.
R. frá 21/2 1962. Þar er bókað
úr ræðu félagsmanns í Félagi
sjúkrasamlagslækna:
„Ilann hefði verið á móli
stofnuninni eins og á stóð og
sér hefði komið á óvart á
stofnfundinum, að félagið
ætti að heita Félag sjúkra-
samlagslækna. Óljóst hefði
verið, hvernig ætti að velja
meðlimi i félagið og fengust
ekki skýr svör við því á
fundinum.“
Þær skoðanir, sem fram
komu í gagnrýni fundarmanna
(21/2 1962), voru forsendur
fyrir vítunum. Án þeirra hefðu
víturnar verið torskildar og
nánast markleysa ein. Varð
því ekki komizt hjá þvi að
vitna í þessi ummæli í árs-
skýrslu L. R. Þó ber að hafa í
huga, að í ársskýrslu L. R. er
aðeins drepið á helztu atriði.
í fundargerðum og öðrum
gögnum er hins vegar að finna
nánari upplýsingar um gang
einstakra mála, þ. á m. niður-
stöður úr atkvæðagreiðslum.
Fleiri athugasemdir telur
stjórn L. R. fvrir sitt leyti ekki
nauðsynlegar, en í því felst þó
ekki, að hún sé grein Jóhann-
esar Rjörnssonar að öllu öðru
leyti sammála.
Stjórn L. R.