Læknablaðið - 01.04.1971, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ
45
um aldrei. Aðeins víðtækar krufningar gæti gefið hugmvnd um,
hve margir Islendingar séu raunverulega sýktir.7
Síðar hafa ýmsir læknar ritað um sullaveiki, og töldu þeir
ágizkanir þær, sem hér eru greindar, vera fjarri lagi, allt of háar.
Þessir læknar, Jón Finsen,3 Jónas Jónassen5 og Guðmundur
Magnússon-, reistu skoðanir sínar á fjölda þeirra sjúklinga, sem
þeirra höfðu vitjað eða þeir liaft spurnir af. Árið 1912 taldi Guð-
mundur Magnússon, að utan kaupstaða væri einn af hverjum
240 haldinn snllaveiki, sem sjúkleg einkenni fylgdu.
Þegar regluhundnar krufningar voru teknar upp hér á landi
á Rannsóknastofu Háskólans upp úr 1930, skapaðist aðstaða til
að fá úr því skorið, hve margt af því fólki, sem fætt var á síðari
hluta nítjándu aldar, hefði orðið fyrir smiti af sullum.
Niðurstöður af þessum krufningum hefur Níels Dungal dregið
saman (III. tafla).12 A árunum 1932-1956 voru krufðir 2272
manns. Kemur í ljós, að 22% af fólki, sem fætt var á árunum
1861-1870, var með sulli og 15% af fólki, sem fætt var árin
1871-1880, reyndist hafa sulli, en hins vegar aðeins 3% af þeim,
sem fæddir voru 1881-1890, og í fólki, sem fæddist eftir 1890
fundust mjög sjaldan sullir.
Níels Dungal dregur þá ályktun al' þessum niðurstöðum, að
fjórði eða fimmti hver maður, scm fæddur var 1860-1870 eða
fyrr, liafi verið haldinn sullum. Ágizkanir J. Thorstensens og
P. A. Schleisners hafa því e. t. v. ekki verið of háar.
Ekki eru til neinar áreiðanlegar tölur um fjölda hunda á
Islandi á síðari hluta 19. aldar, en fjöldi þeirra skipti miklu fyrir
viðgang sullaveiki. Jón Hjaltalín áætlar, að árið 1862 hafi hundar
á Islandi verið nálægt 20.000. Tveimur árum síðar telur Harald
Krahbc, að þeir muni vera 15-20.000, og hefur þá fundið, að
28% þeirra voru sýktir af ígulhandormum og niður af hverjum
þeirra gengi þúsundir tæniaeggja daglega. Til samanburðar má
geta þess, að þá voru íbúar á Islandi taldir um 70.000.
Næst er fjöldi lmnda áætlaður sex árum síðar af nefnd þeirri
á Alþingi, er undirbjó fyrstu lagaákvæði um sullaveikivarnir. Er
gizkað á, að hundar hér á landi liafi árið 1869 ekki verið fleiri
en 24.000, en ekki heldur miklu færri.
Arið 1869 var gefin út tilskipun um liundahald á Islandi. Er
það fyrsta opinhcra ráðstöfunin til að hefta útbreiðslu sullaveiki.
Skyldu taldir fram allir liundar og óþarfa hundar skattlag'ðir og
menn skyldaðir til að eyða sullum og sollnum slátrum.
Síðar hefur menn greint nokkuð á um það, að hve miklu leyti