Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1972, Page 17

Læknablaðið - 01.06.1972, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 3 Yfirhúð hefur vaxið inn í miðeyrað gegnum lítið gat efst á hljóð- himnu (A) og myndað þar kolesteatompoka (B), sem liggur að haniri (C), steðja (D) og nálgast m. a. ístað (E), hreyfitaug andlits (F) og bogagang (G). á bogagöng völundarhússins og veldur svima, og fyrir kemur, að það hafi komizt alla leið inn í heila og myndað þar ígerð, sem getur orðið banvæn. Kolesteatom er engan veginn sjaldgæft, enda fann ég það við nokkrar þeirra aðgerða, sem ég greini frá hér á eftir. Það er fleira, sem valdið getur skemmdum á hljóðhimnu og heyrnarbeinum. Sprengingar geta rifið hljóðhimnu og laskað heyrnar- bein. Ein hljóðhimna, sem ég gerði við, hafði rifnað að mestu burtu, er tundurdufl sprakk í nokkurra metra fjarlægð. Við það skaddaðist einnig innra eyrað nokkuð. Svipaðar skemmdir geta einnig hlotizt af höggi á eyrað sjálft eða af áverka annars staðar á höfuðið, eins og oft kemur fyrir við slysfarir. Sú skemmd, sem oftast hlýzt af höggi á eyrað, er gat á hljóð- himnu. Ef gatið er lítið, grær það venjulega hjálparlaust. Ef höggið er mikið, hvort sem það hittir eyrað eða höfuðið annars staðar, getur það rofið beinkeðjuna, eins og öll heyrnarbeinin þrjú í samhengi eru nefnd. Það, sem oftast gerist í slíkum tilfellum, mun vera, að liður- inn milli steðja og ístaðs rifnar í sundur. Af heyrnarbeinunum er það ístaðið, sem helzt brotnar við áverka, líka kemur fyrir, að steðjinn brotnar eða bæði fyrmefnd bein sam- tímis. Aftur á móti brotnar hamarinn sjaldnar og þá helzt við beinan áverka, t. d. ef mjór hlutur er rekinn inn í eyrað og hittir hamar- skaftið. Allar þær skemmdir á hljóðhimnu og miðeyra, sem ég hef minnzt á hér, valda meiri eða minni heymardeyfu. Þar sem um smágat er að ræða, getur heyrn verið næstum eðli- leg. Þegar hljóðhimnu vantar, er heyrnartapið oftast frá þrjátíu til sextíu decibel, ef heyrnarbein eru heil. Fer þetta mikið eftir hreyfan- leika þeirra. Sé beinkeðjan einnig rofin, er heyrn mun lakari. Annars

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.