Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 18

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 18
4 LÆKNABLAÐIÐ má segja, að heyrnartapið aukist að jafnaði í réttu hlutfalli við stærð gatsins. Athyglisvert er, hve vel börn geta heyrt, þrátt fyrir stór göt á hljóðhimnu. GREINING Venjulega er auðvelt að sjá með einfaldri eyrnaspeglun, hvort gat er á hljóðhimnu. Ef svo er, þarf að kanna, hvort heyrnarbeinin séu heil og starfi eðlilega. Á röntgenmynd má greina þau og sjá, hvort þau eru nokkuð skemmd að ráði, en ekki hreyfanleika þeirra og starf. Með því að loka gatinu, t. d. með plastbót, og mæla síðan heyrn, má fara nærri um ástand beinkeðjunnar. Batni heyrnin veru- lega eða verði eðlileg, má telja víst, að keðjan sé heil, en batni hún ekki eða versni, er sennilegt, að keðjan sé rofin eða hreyfingar heyrnar- beinanna hindraðar, t. d. vegna stífra liðamóta eða samvaxtar við um- hverfið. Aðgerðasmásjáin er mikil hjálp við að kanna ástand miðeyrans, t. d. þar sem stórt gat er á hljóðhimnu og unnt er að horfa beint á heyrnarbein og skyggnast inn í króka og kima. Þegar hljóðhimna er heil, getur stundum verið örðugt eða óger- legt að ákveða með vissu fyrir aðgerð, hvað heyrnardeyfu veldur. Ég vil greina hér frá einu tilfelli þessu til skýringar, þar sem um var að ræða mann með mikla heyrnardeyfu á öðru eyra. Heyrnar- mæling benti á eyrnakölkun (otosclerosis), þ. e. fast ístað, en svo- nefnd impedancemæling sýndi góða hreyfingu heyrnarbeina og hljóð- himnu. Benti það til þess, að beinkeðjan væri rofin, t. d. liðhlaup milli steðja og ístaðs. Við aðgerð fann ég ístaðið fastgróið af eyma- kölkun, og hausinn brotinn af því, aðeins laus bandvefur tengdi hann við ístaðið. Með mjög nákvæmri röntgenmyndun hefði e. t. v. mátt greina þetta, en það hefði engu breytt um meðferð. Ég fjarlægði ístaðið og setti inn gerviístaðið, eins og venjulegt er við eyrnakölkun. Árangur var góður. Kolesteatom má oft greina með speglun eða smásjárskoðun, t. d. þegar gat er efst á hljóðhimnu og frá því liggur húðklæddur gangur inn í miðeyrað og í honum útferð með hvítum, gljáandi húðflögum. Röntgenmyndir geta svo veitt góðar upplýsingar um stærð og legu kolesteatomsins, og e. t. v. hvaða beinskemmdum það hefur valdið. HVENÆR ER ÁSTÆÐA TIL AÐGERÐAR OG ÞÁ HVAÐA AÐGERÐAR? Þessi grein skurðlækninga er svo ung, að ekki hafa enn verið dregnar eins ákveðnar línur og í ýmsum eldri greinum um það, hvenær ástæða sé til sköpulagsaðgerða á eyra eða hvaða aðferð skuli notuð í einstökum tilfellum, enda um margt að velja og sumar að- ferðanna enn á tilraunastigi. Ég geri þó ráð fyrir, að flestir muni vera sammála um, að gati

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.