Læknablaðið - 01.06.1972, Side 22
8
LÆKNABLAÐIÐ
er miðeyrað fyllt með smábitum af hlaupsvampi, vættum í upplausn
af fúkkalyfi (sjá 5. mynd). Ég nota polymyxin, ef ekki er fyrir hendi
sýklarannsókn og næmispróf, sem bendir á annað lyf. Þá er náð í
æðastúfinn. Ég er vanur að skera hann úr handleggnum daginn áður
og geyma hann inni í sárinu, festan á silkispotta. Þegar á honum
þarf að halda, kippi ég honum út.
Æðabúturinn er því næst sniðinn þannig, að hann sé um fimm
millimetrum stærri í þvermál en gatið. Síðan er hann lagður yfir
gatið þannig, að innra borð æðarinnar snúi inn að miðeyranu. Loks
er köntum bótarinnar ýtt inn undir brúnir gatsins (sjá 6. mynd).
Sumir fylla eyrnaganginn með tróði eftir aðgerðina og reifa
höfuðið. Ég nota engar umbúðir, en læt aðeins dauðhreinsaðan bóm-
ullarhnoðra í hlustina. Þannig er auðvelt að fylgjast með því, hvernig
bótinni líður, og lít ég í fyrstu á hana daglega. Komið hefur fyrir, að
hún hafi losnað á parti, og hefur þá oftast tekizt að lagfæra það.
7. mynd:
Oftast læt ég kera í bótina.
Þar eð fyrir kemur, að mikil vessamyndun eigi sér stað í mið-
eyranu fyrstu dagana eftir aðgerð, og þenji bótina út og jafnvel rífi
hana frá, hef ég tekið upp þá nýbreytni að skera smágat í bótina og
setja í það plastpípu sem kera (sjá 7. mynd). Ég fjarlægi hana
nokkrum dögum síðar, eftir ástæðum. Gatið eftir kerann lokast jafnan
og grær fljótt.
Sjúklingurinn fær fúkkalyf í vikutíma á eftir og er bannað að
snýta sér, því að það gæti rifið bótina frá.
Gaman er að fylgjast með því dag frá degi, hvernig æðar vaxa
inn í bótina, þar til hún er öll orðin ljósrauð. Ef allt gengur að
óskum, er gatið gróið að tveim til fjórum vikum liðnum eftir stærð.
og nokkrum mánuðum síðar er varla unnt að sjá, hvar það var.