Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 23

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 9 SKÖPULAGSAÐGERÐIR Á MIÐEYRA Þessar aðgerðir eru fólgnar í lagfæringu á hljóðleiðslukerfi mið- eyrans, heyrnarbeinum, og auk þess bætingu á hljóðhimnu, í flestum tilfellum. Wullstein hefur skipt sköpulagsaðgerðum í fimm flokka eftir ástandi eyrans: Sköpulagsaðgerð i: bæting gats á hljóðhimnu og/eða losun á fastgrónu heyrnarbeini, en beinkeðja er heil. Sköpulagsaðgerðir ii og iii: lagfæringar á rofinni beinkeðju. Sköpulagsaðgerð iv er notuð þar, sem öll heyrnarbein eru horfin, nema fótplata ístaðsins, og er fólgin í því að græða himnu neðan til í miðeyrað til þess að varna því, að hljóðbylgjurnar lendi á kringlótta glugganum, en hitti aðeins sporöskjugluggann, en ekki báða sam- tímis (sjá 8. mynd). 8. mynd: Þverskurðarmynd af sköpulagsaðgerð IV. Hljóðhimnu og öll heyrnar- bein vantar, nema fótplötu ístaðsins (A), sem klædd er með yfirhúð. Stykki úr vöðvafelli (B) er grætt neðst í miðeyrað og varnar hljóð- bylgjum að lenda á kringlótta glugganum (C). Sköpulagsaðgerð v er notuð í sérstökum tilvikum, þar sem heyrn- arbeinin vantar öll, nema ístaðsfótplötuna, sem er föst. Er hún aðal- lega fólgin í myndun nýs glugga á einn bogagang völundarhússins. Ég minnist á þessa skiptingu aðeins til fróðleiks, en nota hana ekki hér. Þó má geta þess, að þær aðgerðir, sem hér um ræðir, heyra undir sköpulagsaðgerðir I, II og III, en sköpulagsaðgerðir IV og V hef ég aldrei framkvæmt. Þessi skipting Wullstein er notuð víða um heim. Ég ætla ekki að ræða hana frekar, en lýsa lítillega helztu aðferð- um, sem notaðar eru við þessar aðgerðir. Ef hljóðhimnan er heil, eins og hún t. d. er oftast, þegar bein- keðjan hefur rofnað við slys, er skorinn skurður meðfram hljóð- himnunni aftanverðri, í nokkurra millimetra fjarlægð frá henni, í tæplega hálfan hring, húð og hljóðhimna losuð, lyft upp og lögð

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.