Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1972, Qupperneq 47

Læknablaðið - 01.06.1972, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ 29 blaðið verður sent ýmsum erlend- um bókasöfnum. Ekki er óhugsandi, að grund- völlur verði fyrir útgáfu fylgirits Læknablaðsins á ensku, er flytti valdar greinar, í líkingu við Danish Medical Bulletin. Sumir hafa fundið að því, hve stórt rými í Læknablaðinu hefur verið lagt undir félagslegt efni, svo sem ársskýrslur o. fl. Slíkt efni er ekki ætíð skemmtilegt af- lestrar, en eigi að síður nauðsyn- legt, að það sé birt, þótt deilt hafi verið um, hvort Læknablaðið sé hinn rétti vettvangur. Benda má á, að slíkt efni hefur félagslegt og sögulegt gildi, þótt margt fræðilegt glati gildi sínu, er frá líður. Líklega er sönnu nær, að félagslegt efni hafi ekki verið of mikið að vöxtum, heldur hafi hið fræðilega efni verið helzt til rýrt. Það er ekki ætlun ritstjóra að draga úr félagslegum upplýsing- um í Læknablaðinu. Hins vegar verður reynt að gera félagsmálin að áhugaverðu lesefni með því að fjalla um málefni, meðan þau enn eru á dagskrá og hvetja til umræðu í blaðinu. Slíkt er ekki unnt nema blaðið komi oftar út en verið hefur. Ber að stefna að því, að blaðið verði á ný mánaðar- rit, eins og var á fyrstu árum út- gáfu þess. Til greina kemur að gefa ársskýrslur, aðalfundagerðir og einstaka viðamiklar greinar út sem ritauka við blaðið. Skilningur ritstjóra á hugtak- inu félagsmál einskorðast ekki við málefni læknafélaganna. Lækna- blaðinu ber að fjalla um öll þau málefni, sem á dagskrá eru hverju sinni og snerta læknastétt og heilbrigðismálefni þjóðarinn- ar. Með glöggum fréttum og um- ræðum um hin ýmsu málefni gæti Læknablaðið skilað virku framlagi og haft áhrif á endan- lega afgreiðslu þeirra. Mikilvægt er, að blaðið verði vettvangur málefnalegra skoðanaskipta og sem flest sjónarmið komi fram. Læknablaðið stendur opið hverj- um þeim lækni, sem vill láta skoðanir sínar í Ijós. Slíkar um- ræðugreinar verður að sjálfsögðu að birta undir nafni höfundar. Þótt menn greini á um ýmis mál- efni, ber að leggja áherzlu á, að Læknablaðið á ekki að vera vett- vangur persónulegra deilna manna á milli, enda verður að ætla íslenzkum læknum meiri háttvísi en svo, að til slíks geti komið. Leggja ber áherzlu á vaxandi upplýsingaþjónustu í blaðinu um læknaþing, lausar stöður o. fl. Til þess að slíkt verði að gagni, er nauðsynlegt, að blaðið komi oftar út en verið hefur. Hér hefur verið drepið á nokk- ur þeirra atriða, er ritstjórar telja bót að. Þá má nefna sem æskilegt efni í blaðið fréttapistla og viðtalsþætti frá læknum í hér- uðum eða erlendis. Ekki verður of rík áherzla lögð á, að blaðið er málgagn íslenzkra lækna og fyrst og fremst undir þeim sjálfum komið, hvort Læknablaðið stendur undir nafni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.