Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1972, Qupperneq 64

Læknablaðið - 01.06.1972, Qupperneq 64
44 LÆKNABLAÐIÐ *■ BAKFÆÐING Meðan ég gegndi héraðslæknisstörfum í Reykjavík 1905, kom ég oft til dr. Jónassens, landlæknis, og hafði mikla ánægju af að fræðast af honum og heyra hann segja sögur úr sínum praxis. Þá sagði hann mér m. a. þetta: Einu sinni sátu þeir báðir yfir konu, Hjaltalín og hann, uppi í Mosfellssveit. Grindarþrengsli og gekk ekkert. Bollalögðu þeir margt og voru á báðum áttum, hverra aðgerða skyldi freista. Þá bar að Magnús frá Dysjum. Hann var víðkunnur skottulæknir. (Líklega verið tilkallaður i laumi af barnsföður). „Við skulum reyna bakfæð- ingu,“ sagði Magnús eftir nokkra umþenkingu. Það var samþykkt í einu hljóði. Magnús tók konuna á bak sér þannig, að þau sneru bökum saman líkt og þegar tveir „vega salt“. Gekk hann síðan bograndi með kon- una á bakinu fram og aftur um baðstofuna nokkra stund. Fætur konunnar héngu út af lendum Magnúsar. Þetta hafði góðan árangur, og konan fæddi án frekari aðgerða. (Steingrímur Matthíasson: „Konur í barnsnauð", Lbl., nóv. 1922). SKÍRLÍFI OG HÓRDÓMUR Miss Ettie A. Rout, læknir, orðskýrir þannig: Skírlífi er sam- farir karla og kvenna, sem elskast, — hórdómur er samfarir karla og kvenna, sem ekki unnast, hvort sem þau eru gift eða ógift. Kona þessi er sögð mikill víkingur í „antiveneral work“. Hafði hún t. d. eitt sinn á hendi (í ófriðnum) eftirlit með stóru hóruhúsi í París og gerði það svo rækilega, að enginn smitaðist, hvorki stúlk- urnar né gestirnir. Má slíkt fádæmi heita. Hún telur sjálfsagt, að fólki sé kennt að beita öllum skynsamlegum vörnum gegn kynsjúk- dómum og einnig gegn barnagetnaði. (Lbl., sept. 1922) MEÐFERÐ ECLAMPSIU í Dublin (dr. Tweedy) hefur þessi aðferð verið notuð við eclampsiu (204 sjúkl.): 1) Alger sultur í þrjá daga. 2) Magaskolun. 3) Garnaskolun. 4) Morphin (sub. judice). 5) Sodavatni dælt undir brjóstin. 6) Nákvæm hjúkrun og sérstaklega gáð að, að slím komist ekki ofan í andfærin. — 8-9% dóu. (Lbl., sept. 1922)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.