Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1972, Page 68

Læknablaðið - 01.06.1972, Page 68
46 LÆKNABLAÐIÐ Allir þeir, sem kynnt hafa sér þessi mál, vita, að þótt læknar gegni mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustimni, þá eru fleiri aðilar í þjóðfélaginu, sem hafa ekki síður mikilvægu hlutverki að gegna í þessu efni. Heilbrigðisþjónustan er ekki lengur einkamál lækna og sjúklinga, þótt svo hafi verið fyrr á öldum. í frumvarpinu er nokkuð minnzt á hjúkrunarkonur, enda nú meira en 100 ár liðin, síðan Florence Nightingale sannaði mikilvægi hjúkrunarstéttarinnar. Annarra heilbrigðisstétta svo sem ljósmæðra, félagsráðgjafa, sál- fræðinga, meinatækna, sjúkraliða, orkuþjálfara, eðlis- og efnafræðinga og fólki, sem tekur þátt í stjórnun, eru gerð lítil skil. Nokkur ár eru þó liðin síðan Félag heilbrigðisstétta var stofnað. III. LÆKNISÞJÓNUSTAN OG FÉLAGSMÁL Lítið er rætt um félagsmál, en félagslegar framfarir (m. a. bættur aðbúnaður fólks, betri húsakynni, batnandi viðurværi, betri menntun og samgöngur) hafa einnig stuðlað að bættri heilsu landsmanna, ekki síður en læknisaðgerðir og lyfjagjafir. Hér á eftir fara nokkur línurit og töflur, sem skýra mál mitt. 2000 FJÖLDI D'ANIP, ÚR LUNGNABÖLGU. BERKLUM OG FARS’OTTUM ALLS ’ARI N 1911-'60 ,--LUNGNABOLGA 1911-15 '16-20 '21-'25 '25;30 '31-'35 '36-XO '41-'45 '46-'50 '51-'55 ’66-'60 AR Línurit I-4

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.