Læknablaðið - 01.06.1972, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ
47
Úr þessu línuriti má lesa, að dánartala af ýmsum farsóttum
lækkar verulega á tímabilinu 1920-1946, þ. e. áður en verulega var
farið að beita antibiotica. Berklafaraldurinn er að mestu genginn
yfir, áður en streptomycin heldur innreið sína. Þetta sýnir mikilvægi
hinna félagslegu þátta í heilbrigðisþjónustunni, svo sem sjúkdóma-
leit, sóttvarnir, aukna fræðslu um heilbrigðismál, en bættur aðbúnaður
fólks á hér veigamikinn hlut að máli.
DÁNIR ÚR FARSOTTUM ÁRIN 1911 -'60
Úr þessu línuriti má einnig lesa líka sögu og að framan er greint
frá. Geta menn víst verið sammála um, að lækkun dánartalna á þessu
tímabili stafar ekki einungis af bættum lækningaaðferðum, heldur
koma hér til bætt lífsskilyrði og félagsleg framför, þ. á m. í félagslegri
læknisfræði (social medicin). Nú á dögum má finna svipuð dæmi
um, að fleira hefur áhrif á æviferil sjúkdóma en lækningar.
Tíðni dauðsfalla úr magakrabbameini hefur lækkað verulega á
tímabilinu 1950-1963 á íslandi og svo hefur einnig farið í 22 öðrum
löndum í Evrópu, Asíu og Ameríku.6 Þetta fyrirbæri er ekki skýran-
legt.