Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 70

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 70
48 LÆKNABLAÐIÐ Gleggri sjúkdómsgreining eða bætt meðferð eftir aðgerð skýrir ekki þessa fækkun, því að þá mætti vænta fjölgunar á dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms í eldri aldurshópum. Fleiri dæmi mætti nefna, en hér verður numið staðar. Guðmundur heitinn Hannesson skrifaði,7 að „þegar öllu er á botn- inn hvolft, þá er ég engan veginn sannfærður um, að mortalitet lands- manna vaxi til verulegra muna, þótt allir læknar væru horfnir”. Þetta er að vísu of djúpt tekið í árinni, því að vitanlega þekkti greinarhöfundur ekki nútíma læknisfræði, sem hefur gerbreytt við- horfum til margra sjúkdóma. En við skulum ekki ofmetnast og semja nýja heilbrigðislöggjöf, sem nær eingöngu fjallar um þátt lækna í heilbrigðismálum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að margar tillögur lækna um úrbætur á heilbrigðisþjónustunni safnast í ruslakörfu stjórnvalda vegna lélegra áætlanagerða. HEIMILDIR 1) Tillögur og greinargerð um heilbrigðismál. [Skýrsla] Reykjavík 1971. 2) Jóhannsson, K. Athuganir á nýtingu og skipulagi á heilbrigðiskerfinu. [Skýrsla] Reykjavík 1971. 3) Sigurðsson, J. Sjúkrarúmaþörf. Reykjavik 1969. 4) Heilbrigðisskýrslur 1961. 5) Heilbrigðisskýrslur 1961-1967. 6) Sigurjónsson, J. Trends in Mortality from Cancer, with special reference to gastric cancer in Iceland. J. Nat. Cancer Inst. 5:899. 1966. 7) Hannesson, G. Lœknablaöiö II. I. 1902. Fursti nokkur var þekktur fyrir nízku. Eitt sinn þurfti að skera hann upp, og sendi hann þá eftir frægum skurðlækni. Er rannsókn hans lauk, spurði furstinn, hve mikið aðgerðin kostaði. „Þúsund krónur,“ svaraði skurðlæknirinn. „Hvað þá!“ hrópaði furstinn. „Þúsund krónur fyrir klukkutíma vinnu. Svo mikið borga ég ekki einu sinni hershöfðingja." „Ágætt,“ svaraði læknirinn, „þér ættuð þá að láta hershöfðingja skera yður upp.“ Læknir nokkur fór í vitjun snemma morguns til frú Jensen. Mann hennar hafði hann ekki hitt áður. Þegar hann kom inn í svefn- herbergið, voru hjónin í rúminu. Maðurinn settist upp og kynnti sig: „Góðan dag, ég heiti Jensen.“ Læknirinn svaraði brosandi: „Já, það ætla ég að vona.“

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.