Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1972, Page 72

Læknablaðið - 01.06.1972, Page 72
50 LÆKNABLAÐIÐ Fráfarandi stjórn lagði fram eftirfarandi tillögur og ályktanir, sem samþykktar voru óbreyttar: 1. Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur, haldinn í Domus Medica 8. marz 1972, veitir stjórn félagsins heimild til lántöku, allt að kr. 2 millj. til byggingar á skrifstofuhúsnæði fyrir læknasamtökin. 2. Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur, haldinn 8. marz 1972 í Domus Medica, beinir þeirri áskorun til stjórnar félagsins, að væntanlegir samningar við ríki og Reykjavíkurborg um laun sjúkrahúslækna verði ekki staðfestir, nema í þeim séu ákvæði um, að þeir yfirlæknar á ríkisspítölunum, sem þess óska, geti ráðið sig eftir þeim. 3. Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur, haldinn í Domus Medica 8. marz 1972, telur, að nauðsyn sé á aukinni fræðslustarfsemi á veg- um félagsins, sérstaklega auknum tækifærum lækna til viðhalds- menntunar. Fundurinn lýsir samþykki við stefnu stjórnar Lækna- félags Reykjavíkur um aukið námskeiðshald og útvegun fyrirlesara í samvinnu við Læknafélag íslands og telur brýna nauðsyn á, að skapaður sé traustur fjárhagsgrundvöllur undir þessa starfsemi. Þá telur fundurinn einnig nauðsynlegt, að leitað sé að leiðum, sem geri læknum kleift og jafnvel skylt, að sækja tiltekin námskeið. Fundarstjóri aðalfundar var Jón Þorsteinsson. Æ, ÞESSIR NÝTÍZKU SÉRFRÆÐINGAR Læknislist er þannig iðkuð í Egyptalandi: Hver læknir helgar sig rannsókn og meðferð eins sjúkdóms. Sumir lækna augnsjúkdóma, aðrir höfuðmein, sumir hyggja að tannsjúkdómum, en aðrir þekkja alla meltingarsjúkdóma. Þá eru og margir, er eingöngu meðhöndla enn vandgreindari sjúkdóma. Húsbóndinn er veikur og læknirinn í vitjun. Eftir skoðun kemur læknirinn fram í eldhús til konunnar. Hann segir róandi: ,,Ég held það sé nú ekkert alvarlegt, en maðurinn yðar lítur samt ósköp illa út.“ „Það finnst mér líka,“ svarar konan. „En hann er mjög góður við bömin.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.