Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 74

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 74
52 LÆKNABLAÐIÐ stjórn skv. þeim lögum, og í henni eiga sæti: Skúli G. Johnsen, for- maður, Þórir Dan Björnsson og Þórarinn Arnórsson. Helztu mál, sem félagið telur sig varða og mun reyna að hafa áhrif á, eru eftirfarandi: 1. Læknismenntun, læknadeild Háskóla íslands. 2. Sérfræðinám og reglur um veitingu sérfræðileyfa. 3. Almenn heilbrigðisþjónusta, almennar lækningar. 4. Almennar tryggingar. 5. Læknisfræðibókasafn. 6. Samvinna félaga ungra lækna á Norðurlöndum. Hér á eftir fylgja svo lög hins nýstofnaða félags. LÖG FYRIR FÉLAG UNGRA LÆKNA I. EÐLI OG MARKMH) 1. Félagið er samtök ungra lækna, sem leitast við að halda reglulega fundi og ræða og kynna sér ýmis mál, er þá varða. 2. Félagið hefur áhuga á læknisfræði, læknanámi, félagsmálum lækna, siðfræði lækna, kjaramálum, skipulagningu heilbrigðisþjónustu og öllu öðru, er varðar heilbrigðismál. 3. Félagið reynir að kynna meðlimum sínum og öðrum aðilum á hlut- lægan en gagnrýninn hátt ástand og gang ofangreindra málaflokka, skipuleggja slíkar athuganir og koma niðurstöðum þeirra á fram- færi við rétta aðila hverju sinni, eftir því sem ákveðið er á fundum. Þannig leitast félagið við að endurspegla samræmt álit og óskir ungra lækna um slík málefni, til þess að hafa meiri áhi’if á gang þeirra en hingað til hefur verið mögulegt. 4. Félagið leitar eftir samstai’fi við læknastúdenta og reynir að efla tengsl milli Læknafélaganna og Félags læknanema. II. UM FÉLAGSAÐILD 1. Félagsmenn geta allir orðið, sem lokið hafa embættispi’ófi í læknis- fræði og áhuga hafa á málefnum félagsins. Félagsaðild er óformleg, þannig að allir þeir, sem hafa látið skrá sig sem félaga, skoðast full- gildir meðlimir. 2. Halda skal spjaldskrá yfir virka meðlimi með upplýsingum um nöfn, heimilisfang, símanúmer og vinnustað, til þess að auðvelda fundai’boð. 3. Ætlazt er til, að hægt verði að leita til meðlima um samstarf við öflun upplýsinga og undirbúning þeirra mála, sem til umræðu eru hverju sinni. Æskiiegt væri að boða til funda þá aðila utan félags- ins, sem athugunarverðar upplýsingar geta gefið. 4. Hverjum meðlimi er heimilt að taka til umræðu og athugunar þau mál, sem honum þykir vai’ða félagið. Kemur hann því á framfæri við stjórn, sem setur það síðan á dagskrá. III. STJÓRNUN 1. Á fyrsta fundi félagsins á hverju hausti skal kosin þriggja manna

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.