Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1972, Side 44

Læknablaðið - 01.11.1972, Side 44
174 LÆKNABLAÐIÐ SPAKLEGA MÆLT Sá, sem hafnar reynslu hinna eldri og telur nýtízku aðferðir hinar einu réttu, bæði blekkir sjálfan sig og aðra. Hippokrates 460—377 f. Kr. Hlutverk læknisins er það eitt að lækna. Takist honum það. skiptir engu, hvað aðferðum hann hefur beitt. Hippokrates 460—377 f. Kr. Læknirinn verður framar öllu að þekkja takmörk sín. Því aðeins er hann góður læknir, að hann þekki mun hins mögulega og ómögu- lega. Herophitos 3. öld f. Kr. Je le pansey et Dieu le quarist. Ég bjó um sár hans, og Guð læknaði hann. Ambroise Paré 1517—1590. Læknar skyldu ekki segja: „Þennan sjúkling læknaði ég,“' heldur: „Þennan sjúkling missti ég ekki.“ Lichternberg 1742—1799. Læknum og kennurum verður ekki of vel launað. Gamalt þýzkt máltæki. Ég tel það eina mikilvægustu reglu læknisins að missa aldrei von né hugrekki. Sá, sem vonlaus er, hugsar ekki lengur. Af því leiðir óhjákvæmilega sinnuleysi og sjúklingurinn hlýtur að deyja, því að hjálpari hans er þegar dauður, Hiifeland 1767—1836. Hver skyldi vilja verða læknir, ef hann gæti séð fyrir alla þá eymd og afskræmingu, sem bíður hans? Goethe 1749—1832. Sá læknir, sem örvæntir, er lélegur læknir. Seneca 3—65 e. Kr. X

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.