Læknablaðið - 01.11.1972, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ
177
legt frumkvæði við áætlanagerðina, hvort sem um er að ræða fjár-
hagsáætlun, framkvæmdaáætlun eða almenna vinnuáætlun, er hætt
við, að gildi hennar verði ekki sem skyldi. Áætlunin dregur þá ekkí
nægjanlega úr ýmsum skyndiráðstöfunum, og léttir ekki störfin og
samhæfingu þeirra eins og til er ætlazt, og skapar ekki þann grund-
völl til eftirlits, sem nauðsynlegur er.
MARKMIÐ OG SKIPULAG
Til þess að ná markmiði því, sem heilbrigðisstofnun stefnir að,
verða læknar að geta skipulagt eða sagt fyrir um, hvernig skuli skipu-
leggja rekstur stofnunarinnar, annars vegar eins og æskilegast væri,
hins vegar eins og fjárhagurinn leyfir á hverjum tíma. Þetta útheimtir,
að læknirinn geri sér grein fyrir, hve mikið starfslið og hve mikið af
hjálpargögnum hann þarf á hverjum tíma til að framkvæma þau verk-
efni, sem hann á að sjá um. í samræmi við þetta verður læknirinn
að skipuleggja eigin tíma og samhæfa vinnu samstarfsfólksins innan
þess tíma, sem ráðningarkjör þess gera ráð fyrir. Hann verður og að
sjá um skipulagningu á réttri nýtingu húsakosts og tækja. Við skipu-
lagninguna er nauðsynlegt að hafa góða samvinnu við samstarfsfólkið
og' einstaka verkstjóra þess. Með því móti næst beztur árangur. I
stærri stofnunum felum við raunar öðrum, nefnilega nánustu sam-
starfsstétt okkar, hjúkrunarkonum, verulegan hluta af þessari skipu-
lagningu og eftirlit með því, að henni sé framfylgt. Þar verður og
að vera nokkur verkaskipting milli lækna, þannig að einhver annist
skipulagninguna öðrum fremur.
STARFSLIÐUN OG LÝÐRÆÐI
Nátengd skipulagningunni er starfsliðunin. Góð starfsliðun er for-
senda þess, að skipulagning takist. Góð starfsliðun þýðir ekki aðeins
nægjanlegur fjöldi starfsfólks, heldur nægjanlegur fjöldi vel hæfs
starfsfólks, sem stöðvast í rekstrinum. Hér reynir að sjálfsögðu mjög
á læknana, sem eiga að vera leiðtogar starfsliðsins. Þeir verða að
leiðbeina, örva og treysta samstarfsfólkinu þannig, að það finni ánægju
og persónulega fullnægingu í starfinu, auk þess, sem þeir verða að
stuðla að því, að allir fái sanngjörn laun.
Því miður ráðum við ekki launakjörum starfsliðsins, nema að
mjög takmörkuðu leyti. Það gera að sjálfsögðu eigendur stofnananna,
sem tíðum þurfa að taka fullt eins mikið tillit til ýmissa þátta, sem
ekki snerta heilbrigðisstofnanirnar nema óbeint. Þess vegna er enn
brýnni nauðsyn, að læknar hvetji samstarfsfólkið á annan hátt og láti
það finna, að það sé beinir þátttakendur í meðferð sjúklinganna og
rekstri stofnunarinnar. Fólk þarf að finna, að vinna þess og tillögur
séu metnar að verðleikum. Hópkennd og lýðræðisleg stjórn auðvelda
tvímælalaust framkvæmd þeirra verka, sem við eigum að sjá um, ef
þátttakendurnir hafa til að bera nægilegan þroska og ábyrgðartil-
finningu. Þeir verða að kunna að meta þá valkosti, sem til greina
koma í sambandi við töku ákvarðana og geta gert sér grein fyrir af-