Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1972, Síða 59

Læknablaðið - 01.11.1972, Síða 59
LÆKNABLAÐIÐ 185 Tvær skoðanir eru um verkunarmáta deyfingarinnar. Einn hóp- ur manna heldur fram gömlum kenningum um dularfullar, óskýrðar brautir víðsvegar um líkamann, en fleiri oru þeirrar skoðunar, að um taugafræðilegt fyrirbæri sé að ræða, moð áður óþekktri sam- tvinnun taugabrauta. Nokkrar rannsóknir haía verið gerðir á fyrir- bærinu og benda niðurstöður þeirra frekar t.ii að ,,taugakenningin“ sé hin rétta. í tilraunadýrum hafa, með sársaukasnertingu, verið fram- kallaðir spennutoppar í heilaberki. Nálardeyfing á réttum stað virð- ist lækka slíka spennutoppa að mun. Einnig segjast Kínverjar hafa sýnt fram á afmarkaða „hópa“ taugaenda í eyrum, en þau eru mikið notuð til nálarstungudeyfinga. Við ertingu slíks taugaendahóps þykj- ast menn hafa sýnt fram á breytta rafleiðni á kviðnum. Þótt nokkuð sé þannig unnið að rannsóknum á fyrirbæri þessu, virtist ýmsum kínverskum læknum nægja að vita, að aðferðin ber tilætlaðan árang- ur, hver sem skýringin er. Spurðu þeir erlenda starfsbræður sína, hvort þeir þekktu að fullu verkun aspiríns. Dað er álit Dimonds læknis, að árangur af nálarstungudeyfingum sé ótvíræður og verði ekki skýrður á sálrænum grundvelli einum. Verði rannsóknum á eðli fyrirbæris þessa haldið áfram, er ekki o- sennilegt, að hinn vestræni heimur geti vænzt óvænts og nytsams þokkingarauka úr ríki Maos. HEIMILD: Dimond, E. G., Acupuncture Aneshesia. J. Amer. Med. Ass. 218:1558. 1971. Læknirinn brosandi: „Jæja, Jón minn, þetta er ekki eins slæmt og ég hélt. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, blóðið í þér- er í lagi.“ „Gott,“ svaraði Jón. „Gefðu mér það þá aftur, svo að ég geti farið að vinna.“ Maður nokkur hitti Skota í lestinni frá Edinborg til London. Á hverri stöð yfirgaf Skotinn lestarklefann og flýtti sér inn i stöðvarhúsið. Hann kom svo móður og másandi aftur inn í lestina rétt áður en hún fór af stað. Loks gat maðurinn ekki á sér setið og spurði Skotann hvers vegna hann gerði þetta. „Það er vegna hjartans,“ svaraði Skotinn. „Læknirinn segir, að ég geti hrokkið upp af hvenær sem er, svo að ég kaupi farmiða frá stöð til stöðvar." Það borgar sig að fara til læknis. Fáir þú kvef og farir ekki til læknis, varir það í 14 daga Farir þú hins vegar til læknis og takir lyfin, sem hann gefur þér, losnarðu við það á tveimur vikum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.