Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 10

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 10
94 LÆKNABLAÐIÐ GONORRHAE IN ICELAND 1960-/969 Fig. 2. Total registered cases of Gonorrhea from 1960-1969. ára,5 8 og sú elzta 48 ára.6 Hvernig skiptist þetta svo aftur milli aldursflokka? Hér er um að ræða aldursskeið konunnar, sem nær yfir 35 ár eða tæplega það. Þessu er svo venjulega skipt í 5 ára bil og eru ann- ar og fimmti tugurinn cftast saman í einu bili, enda fá tilfelli undir 15 ára eða yfir 45 ára. Þar kemur fram verulegur munur hjá okkur og öðrum hópum. Hiá flestum sker hópurinn 26-30 ára sig úr, víðast vel yfir 30%, algengt 35% (35,2% Breen).'' Eins og sjá má er stærsti hópurinn hjá okkur 31-35 ára, eða 26,60%, og næst stærsti hópurinn 21-25 ára, sem er 68, eða 24,11%. Hjá flestum er þessi hópur 26- 30% (30,41% Breen).4 í okkar athugun eru 47 tilfelli eða 16,67% á aldrinum 36- 40 ára, og ennþá athyglisverðara er, að við höfum 16 tilfelli á aldrinum 41-47 ára eða 5,67%, þar sem annars staðar eru um 3% (3,4% Skulj1 og 2,14% Breen).4 Rétt væri svo að bera þetta betur sam- an við okkar fæðingatölur, en það bíður seinni tíma. Ég hef þó hér tölur fyrir árin 1951-1960. Þá voru hér 44.836 fæðingar. Mæður á aldrinum 40-49 ára voru 1874 (1739 40-44 ára og 135 45-49 ára), 50 ára og eldri voru 3. Þetta er um það bil 4,15% af öllum fæð- ingum á þessu tímabili. FJÖLDI FÆÐINGA Ekki tókst að þessu sinni að afla vitn- eskju um fjölda fæðinga hjá öllum þess- um konum. Oft vantaði þennan þátt í sjúkrasögu, en fannst þó stundum í skrám annars staðar, til að mynda um mæðra- skoðun og í Leitarstöð B Krabbameinsfé- lagsins. Reynt verður að bæta úr þessu síðar. Örugg vitneskja er þó fyrir hendi í 212 tilfellum. Sjá línurit. Strax kemur í ljós, að nulliparous kon- urnar eru flestar eða 59 (27,82%), og konur, sem aðeins hafa fætt einu sinni, 55 (25,94%). (í þessum hópi eru tvær kon- ur, sem fæddu andvana börn og áttu því ekki liíandi barn, þegar þær fengu utan- legsþykktina). Þannig höfum við 114 kon- ur (53,77%), sem segja má, að hafi ekki eignazt þann barnafjölda, sem eðlilegur mátti teljast. Frjósemi er því greinilega lítil hjá þess- um hópi kvenna. Mjög er mismunandi ann- ars staðar, hvernig þessu er varið, nulli- parous konur eru allt frá 11%4 upp í 35%. Skulj hefur athugað þetta betur en margir aðrir, og hann segir, að mjög sterk- ar líkur séu til varanlegs sterilitets hjá konum, sem byrja frjósemisskeið sitt með

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.