Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 28

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 28
108 LALKNABLAÐIÖ LÆKNABLAÐIÐ TUE ICELANDIC MEDICAL JÖURNAL Læknafclag íslands og LTR Læknafclag' Rcykjavikur 59. ÁRG. — MAÍ-JÚNÍ 1973. HVAR KREPPIR SKÓRINN AÐ? Á undanförnum mánuðum hefur mikið ver- ið rætt og ritað um heilbrigðismál í fjöl- miðlum. Petta er þörf umræða ekki sízt til kynningar fyrir almenning. Er það álit þess, cr þetta ritar, að í svörum nokkurra þátt- íakenda í þessari umræðu við spurningunni HVAR KREPPIR SKÓRINN MEST?, hafi kom- ið berlega í Ijós orsök slagsíðu íslenzkrar heilbrigðisþjónustu. Er þá átt við hið þrónga einstaklingsmat háð sérgroinum, sem ráðið hefur þróun íslenzkra heilbrigðismála síð- L'Gtu áratugi. Almenna reglan hefur verið og cr sú, að hver otar sínum tota sem mest hann má og er furðulegt, hvað einstakir að- ilar, einstakar sérgreinar, hafa náð miklu fram meðan aðrir þættir heilbrigðisþjónust unnar hafa setið á hakanum. Jafnvel innan sömu stofnunar er aðstöðumunur einstakia þátta lækninga sláandi ójafn. Heilbrigðisyfirvöld vcrða að taka upp áætlanagerð, er byggist á heildaryfirsýn yfir þarfir einstakra þátta heilbrigðisþjónustunn ar og ákveða forgangsröðun framkvæmda. Pegar litið er á þá aðstöðu, sem frum- heilbrigðisþjónustan, hin almenna heilsu- gæzla, býr við í dag að því er varðar skipu- lag, húsnæði, rannsóknaaðstöðu og sér- þjálfað starfslið, skal engan undra, þótt ung ir læknar séu tregir til a leggja stund á heimilislækningar, hvort heldur er í þétt- býli eða dreifbýli. Við lifum á tímum tækni- framfara, er sett hafa svip sinn á læknis- fræði ekki síður en aðrar greinar. Æ fleiri sjúkdónar cru greindir mcð rannsóknum, og noíkun fleiri og fleiri lyfja er háð eftirliti, en þctta tvennt krefst ákveðins tækjakosts og sérþjálfaðs starfsliðs. Á þeim örfáu stöðum á landinu, þar ssm læknum hefur verið búin aðstaða til núííma- lækninga, skortir ekki lækna. Rannsóknir er- lendis hafa sýnt, að góð frumheilbrigisþjón- usta og aukin félagsleg aðstoð leiðir til færri innlagna á sjúkrahús. Það skýtur því skökku við að heyra full- trúa einstakra sérgreina deila um, hvort ,,vanti‘‘ 100 eða 200 rúm í þessu eða oinu, eða reka áróður fyrir sérhæfðum deildum, sem jafnvel margfalt fjölmennari þjóðir telja sig ekki hafa efni á að reka. Pörf þessara sérgreina er hreinn hégómi miðað við þarfir frumheilbrigðisþjónustunn ar, sem er ein af undirstöðum eðlilegrar bú- setu í landinu og jafnréttis þegnanna. Bygg- ing og búnaður heiisugæzlustöðva er brvn asta verkefni heilbrigðisþjónustunnar og þau landsvæði, er búa við lakasta heilbrigðis- þjónustu, hljóta að hafa forgang. Jafnframt þarf að skipuleggja menntun starfsliðs á heilsugæzlustöðvum og koma í fastar skorð- ur aðgangi heimilislækna að rannoóknastof um, er framkvæma sérhæfðar rannsóknir í blóðmeinafræði og meinefnafræði. Guðjón Magnússon AÐALFUNDUR L.í. Fyrrihluta septembermánaðar munu fara fram í Reykjavík læknafundir og námskeið, sem vert er að vekja athygli á. Dagana 3.-6. sept. fer fram læknanám- skeið, sérstaklega ætlað heimilis- og héraðs- læknum. Aðalefni námskeiðsins verður elli- sjúkdómar. Hefur verið leitað til erlendra sérfræðinga til þeirrar kennslu. Aðalfundur L.í.og læknaþing hefjast síðan 6. sept. og standa til 8. sept. Pá skal getið námskeiðs um læknisfræðilegar rannsóknaaðferðir og tölvunotkun 12.-15. sept. Kennslu á því námskeiði annast danskir læknar. Sams konar námskeið var haldið fyr- ir 2 árum og þótti takast vel.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.