Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1973, Qupperneq 54

Læknablaðið - 01.06.1973, Qupperneq 54
128 LÆKNABLAÐIÐ Úr gömlnm laeknablödum Igömlum Læknablöðum er fátt jafnskemmti- legt aflestrar og skrif Steingríms Matthías- sonar. Auk skemmtilegs raunsæis eru greinar hans kryddaðar leiftrandi kímni. Eftirfarandi bréf er gott dæmi um ritstíl Steingríms og fannst okkur ekki annað hlýða en birta bréfið óstytt, svo að Það fengi að fullu notið sín. HJÁ DR. JOHN BULL. Lundúnabréf frá Stgr. Matthlassyni. London, 5. okt. 1923. Eg veit vel, að sumum finst eg flakka alt of mikið. Sjálfum finst mér það ekki. Mér finst eg þurfa helst árlega að fara utan til að halda mér vakandi. En það kostar mikið, því að með aldrinum heimt- ar maður meiri þægindi á ferðalagi. Það eru nú 25 ár siðan eg fyrst kom til Londcn og dvaldi þar þriggja vikna tíma. Síðan heíi eg verið hér tvívegis. Þó fanst már í þetta skifti, fyrsta daginn, er eg kom, sem eg mundi aldrei geta áttað mig í þessu völundarhúsi, því mér fanst eg hafa týnt öllu niður, og óskaði, að eg hefði ekki hingað komið. Næsta dag var gott veður og eg varð fljótt svo bjartsýnn, að áður en kveld var komið, hugðist eg fær í flestan sjó. Nú, eftir vikudvöl, eru mér allir vegir færir og eg kann svo vel við mig, að eg vildi gjarnan eiga hér heima. Þennan vikutíma hefi eg verið svo önn- um kaíinn við að hitta kunningja (og það tekur tíma, að fara úr einu borgarhorninu í annað, þó að farkostur sé góður, einkum með vagnlestum jarðganganna), að eg hefi lítinn tíma haft til að heimsækja spítalana, enda þeim vel kunnugur frá fyrri árum Eg hugði, að eg gæti slept þeim í þetta skifti og séð ef til vill betra í Ameriku. En kollega minn einn kynti mig við mág sinn, dr. Magill, við Queers Hosp. í Lon- don. Hann er þar svafnir (anæsthetist) hjá þeim fræga manni dr. Gillies. Þessi góði Gilli vakti aðdáun mína fyrir hve vel honum tekst að bæta og prýða með skinnbætingu og holdflutningi margs kon- ar mannamein. Eg sá þarna sæg af sjúkl- ingum, einkum örkumlamönnum úr styrj- öldinni, en þar næst ýmsum brunasjúkling- um cg slysamönnum, sem komið höfðu víðsvegar að til að fá hjálp. Eg haíði séð margt af svipuðu tagi í Berlín eins og eg skrifaði um 1916 og 1918 — en alt, sem eg þar hafði séð fanst mér klunnalegt kák hjá þessu. Hér voru skað- brendir menn með alla andlitshúð saman- skorpnaða, augnalokin óhreyfanleg, skæld, og augnahvarmarnir samankipraðar rifur, munnur cg nef á svipaðan hátt útleikin o. m. íl. Leist mér þetta óárennilegt og þá ekki síður beir sjúklingarnir, sem voru bæði reflausir og kjálkalausir eftir sprengiskot. Þar var að eins opinn og ó- lögulegur tannlaus munnur, með tunguna fram úr til hálfs. — En þegar eg sá mynd- irnar af ýmsum hannig útleiknum, sem nú voru á gcðan veg komnir, og sumir orðnir eins góðir og hægt var að heimta, þá íanst mér mikið til koma og ekki tiltökumál, þó að sjúklingarnir elskuðu Gilla og teldu hann fjölkunnugan. Aðalatriðin í aðferð hans voru þessi: — Þar sem því varð við komið færði hann til, upp á gamla, indverska mátann, húð og hold. Þannig á andlitinu. T. d. efri hluta nefsins fékk hann frá enninu, og þegar þurfti að mynda höku, fláði hann breiða gjö:ð (periost með) af hvirflinum og sló henni niður í hökustað, eins og begar mað- ur bvcgður húfugjörð niður um vangana. En þegar burfti að halda á meiri húð og holdi en fengist gat á hausnum sjálfum, þá var það til bragðs tekið, að mynda sér- stakan holdforða annarsstaðar á líkaman- um, sem síðan mátti færa til og taka af eftir vild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.