Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1973, Qupperneq 59

Læknablaðið - 01.06.1973, Qupperneq 59
LÆKNABLAÐIÐ 129 Þegar eg kom inn í stofurnar, var það fyrsta, sem Gillies sýndi mér, og mér f anst skrítið, að hver sjúklingurinn af öðrum hafði á hálsinum eða á kviðnum, laglega, svívala hönk af lifandi holdi með húð, að digurð á við tvo samanlagða fingur, og mátti smeygja allri hendinni undir hönk- ina og taka í hana líkt og í skúffuhand- fang, eða öllu heldur eins og í úttroðna leðurhönk á ferðatösku. En hönkin er þannig gerð, að breið húðræma er skorin og losuð, nema til endanna, en rendur hennar síðan saumaðar saman og sárið undir dregið saman eða grætt með Thiersch-pjötlum. (Mér datt strax í hug, að það gæti verið nógu gott fyrir glímu- menn vora, að hafa svona hankir, t. d. aðra á vinstri rasskinninni, en hina utanlæris hægra megin. Og gætu þeir síðan glímt berstrípaðir!). Þegar þannig tilkomin hönk er vel gró- in, þá má flytja hana til á ýmsan veg. Ef hún er á höfði eða hálsi má færa til annan endann, en ef hún er á kviðnum, verður að flytja hana yfir á framhandiegg og þegar hún er vel gróin þar, má einnig færa til annan endann og græða við and- litið, þar sem á þarf að halda og festa upp handlegginn ad modum Tagliacozza. — Það er um að gera við þessa græðslu og flutninga, að gefa sér góðan tíma, ann- ars er hætt við necrosis og infectio. Nú þarf ennfremur, t. d. við nef- og kjálka- tiibúning, að taka parta úr riíjum eða meitla úr tibia smábúta, til að græða inn í holdflykkið. Það er einfalt mál. En öll þessi fyrirhöfn með hcldflutninginn miðar til þess, að úr nógu efni sé að moða, svo að ekki kcmi kipringur og kyrkingur í alt saman. Þegar eitthvað gengur af af hönkinni er ætíð hægt að rista hana og fletja, og græða hana síðan við á sínum gamla stað. Stundum þarf aftur og aftur að laga og skera burtu fellingar og ójöfnur, rista upp húðina cg flá, færa til fituvef o. s. írv., svo að sköpunin geti kallast harla góð! Slíkt tekur tíma. Sumir sjúklingarnir höfðu verið þarna í 4 ár og var enn eftir að dedúa við þá á ýmsan hátt. Þá var þessu næst annað gott, sem Gillies haíði fundið, sem gafst sérlega vel. Það var að festa Thiersch-pjötlur innan í vestibulum oris, nefholi og nösum, með samskonar deigi og tannlæknar nota til að taka mót af tanngarði. Með þessu móti gat hann fengið nasirnar sérlega vel lagaðar og rúmgóðar rétt eins og guð hefði gert þær. Fleira mætti fjölyrða um, en eg hefi ekki tíma. Ekki má þó gleyma svæfingaraðferðinni. Dr. Magill hafði þar fundið ýmsar nýjung- ar, sem hann hefir skrifað um í Lancet, og getið sér fyrir góðan orðstír. Englendingar hafa lengi haft sérfræð- inga til að svæfa. í fyrri skiftin, sem eg hefi verið hér, voru. þessir kallar, svafn- arnir, gamlir skröggar, gráhærðir, og mér sýndist þeir venjulega sofa sjálfir vært meðan sjúklingurinn svaf, og alt gekk samt eins og í sögu. Nú var þarna ungur maður svafnir, lag- legur, óskeggjaður, gentleman up to date. Hann svaf ekki, en hafði samt „devilish good time“ — því alt svæfingarapparatið gekk af sjálfu sér — dálítill snotur raf- magnsmótor hélt í gangi sogdælu, sem saug etergufu upp úr flösku, og þrýsti- mælir og öryggisventill sáu. um, að að- streymið yrði ekki um of. En síðan and- aði sjúklingurinn gufunni inn um eina gúmmípípu og út um aðra. Báðar pípurn- ar lágu niður barkann, niður að bifurcatura tracheæ. Sjúklingurinn var fyrst svæfður primært með eter á venjulegan hátt, síðan ýtti læknir með hjálp bronchoskops báðum pípunum niður. Þetta gekk eins og að drekka. Hér kom ekki fyrir, að sjúklingur- inn fengi velgju eða seldi upp — og and- litslitur var eðlilegur, því ásamt eterguf- unni var dælt niður súrefni (eg gleymdi að geta þess áðan). Magill notar þessa svæfingaraðferð við alla, sem svæfa þarf, (eg sá hana líka not- aða við herniasjúkling). — Eg dáðist að hvað þetta gekk fyrirhafnarlítið og þægi- lega fyrir sjúklinginn, en Magill gat geng- ið um gólf og skroppið við og við fram fyrir til að fá sér reyk úr cigarettu. — Sumar óperatíónir Gillies taka langan tíma — alt að 4 tíma — og sefur sjúkling- urinn allan þann tíma sér að meinlausu, — það má ætíð bæta við súrefni, eða lífs- anda, til að fjörga hann. Eg hefi lengi ekki skemt mér eins vel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.