Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1978, Síða 10

Læknablaðið - 01.12.1978, Síða 10
170 LÆKNABLAÐIÐ um krabbameinsmeðferð segir, að í hverju aðildarlandi skuli vera krabbameinsmiðstöð eða deild er annist meðferð og eftirlit krabbameinssjúklinga. Hentugust er stærð slíkra stöðva talin þjóni þær 1000 til 3000 nýgreindum krabbameinssjúklingum árlega. Þar sem sérstakar landfræðilegar aðstæður eru til staðar er talinn grundvöllur fyrir rekstri minni stöðva ef ný krabbameinstilfelli eru 300 eða fleiri á ári. Samkvæmt skýrslum Alþjóða heilþrigðis- málastofnunar er tíðni krabbameins meðal þróaðra þjóða 3000 til 3500 per milljón íbúa. Koma tölur þessar nokkurn vegin heim við árlegan fjölda nýgreindra krabbameinssjúk- linga hérlendis, sem nú mun vera hátt á sjötta hundrað. Af þeim er talið að milli 50—60% þurfi geislameðferðar við, stór hluti lyfjameðferðar og nær allir reglulegs eftirlits. Sé reiknað með 600 krabbameinstilfellum hérlendis árlega og meðal lífslengd íslend- inga 70 ár þá mun á ævitíma slíks meðal- manns veikjast af krabbameini 42 þúsund og sé reiknað með óbreyttum fólksfjölda eða rúmum 200.000 þýðir það að ca. 20% af heildartölu landsmanna sýkist af krabba- meini á æviskeiði hans. Nefnd skipuð af Bandaríkjaþingi til athug- unar á uppbyggingu krabbameinsmeðferðar skilaði áliti í nóvember 1970. Kemur þar fram að árið 1930 læknuðust ca. 20% allra krabbameinssjúklinga en árið '70 var lækn- ingahlutfall talið 30—35%. í niðurstöðum nefndarinnar var einnig bent á að með full- kominni nýtingu þeirrar þekkingar og lækn- ingarleiða er þá voru til væri hægt að lækna um 50% krabbameinssjúklinga og eru niður- stöður þessar í samræmi við aðrar líkar rannsóknir. Ástand meðferðar hérlendis Hér á landi finnst vísir að krabþameins- deild, sem er Geisladeild Röntgendeildar Landspítalans. Hefur þar verið sinnt geislun krabbameinssjúklinga með Cobolttæki því er gefið var Ríkisspítölum og tekið í notkun á árinu 1970. Á síðast liðnu tæpu ári hefur verið reynt að koma þar á frekari þjónustu með lyfjagjöfum og reglubundnu eftirliti og koma þar nú daglega á Göngudeild á fjórða tug sjúklinga. Göngudeild þessi er þó vart nema nafnið, þar eð húsnæði til slíkrar þjónustu fyrirfinnst ekki og verður að skoða sjúklinga og veita lyfjameðferð í geislunar- herbergi. Rá skal og tekið fram og undirstrik- að að tækjabúnaður, húsrými svo og aðstað- an öll er af slíkum vanefnum, að deildin get- ur ekki sinnt því hlutverki sem henni má vera ætlað, þ.e. að veita samþærilega meðferð þeirri er gefin er meðal nágrannaþjóða okkar. Til skýringar má nefna, að ekki er einu sinni hægt að taka þátt í einföldustu samvinnu við krabþameinsdeildir Norðurlanda um árangur geislameðferðar sem gefin eru krabbameins- sjúklingum, vegna tækjaskorts. í beinu fram- haldi má benda á þá staðreynd að krabba- meinslækningar, sem eru meðal sérhæfðustu sviða nútíma læknisþjónustu og sá þáttur, sem mestu fé hefur verið varið til meðal vestrænna þjóða hefur hérlendis verið í algeru svelti bæði hvað varðar fjármagn og húsrými. Eins og að framansögðu má vera Ijóst er þörf verulegra úrbóta hvað varðar meðferð krabbameinssjúklinga hérlendis. Nauðsyn- legt er að komið verði upp sérhæfðri deild eða krabbameinsmiðstöð með nauðsynlegum tækjakosti til geislameðferðar svo og göngu- deild til lyfjameðferðar og reglubundins eftir- lits ásamt legudeild í beinu sambandi við göngudeild stöðvarinnar. Æskilegast væri að hér yrði um sjálfstæða stofnun að ræða, er heyrði beint undir ráðuneyti og þjónaði síðan íbúum alls landsins óháð búsetu, í ná- inni samvinnu við sérhæfðar deildir Reykja- víkursvæðis og sjúkrahús landsfjórðunganna. Pá væri og rétt að krabbameinsskráning K.í. flyttist inn á slíka krabbameinsmiðstöð. Væri þannig unnt að koma á náinni og frjórri samvinnu milli lækna þeirra er sinna með- ferð og eftirliti svo og þeirra er að skrán- ingunni standa. Samtímis mætti gera krabba- meinsskráninguna ýtarlegri, þannig að stig sjúkdóms ásamt gefinni meðferð yrði skráð hverju sinni og væri þá kominn grundvöllur að vísindalegri vinnu hvað varðar árangur krabbameinslækninga. Með skilningi hei Ibrigðisyf irvalda og nokkrum stórhug væri þannig hægt að koma á staðlaðri meðferð og eftirliti fyrir lands- menn alla í náinni samvinnu við krabba- meinsskrána, sem gæti orðið öðrum litlum þjóðfélögum til fyrirmyndar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.