Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 25

Læknablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ ekki sjúkdóminn, er prófið á að greína. Aðalgalli við reagin prófin er tiltölulega há tíðni af fölskum pósitifum niðurstöðum. Falskt pósitift próf getur verið bæði akút falskt í 6 mánuði eða skemur eins og við bólusetningu, meðgöngu, veirusýkingar, malaríu og tæknileg mistök, eða króniskt falskt pós. (lengur en 6 mán.) eins og við illkynja sjúkdóma, bandvefssjúkdóma, elli, óeðlileg immunoglobulin og hjá eiturlyfja- neytendum. Þegar mæld er sérhæfni nýs prófs, er bæði athugaður hópur „heil- brigðra" og hópur með falskt pósitift reagin próf. Svolítið er mismunandi hvernig menn ákvarða falskt pósitift próf, þ.e. mismun- andi er, hvort menn nota TPI eða FTA-ABS sem neikvætt viðmiðunarpróf eða bæði prófin. TPI prófið hefur verið talið 100% sér- hæft þ.e. að ekki komi fölsk pósitif svör, en gallinn er sá, að prófið er ekki nægilega næmt. FTA-ABS prófið er hins vegar mjög næmt og einnig mjög sérhæft. Þannig fundu Goldman og Lantz9 0.8% pós. FTA- ABS próf í 250 nunnum sem aldrei höfðu verið við karlmann kenndar og aðrir höf- undar fengu svipaðar niðurstöður eða 0.4— 1.1%.2 4 25 Tölurnar verða eitthvað hærri, ef einungis eru prófaðir þeir sem hafa falskt pósitift reagin próf, en engu að síður er FTA-ABS prófið mjög sérhæft. TPELA prófið1 20 21 22 er tiltölulega sér- hæft, þótt talsverður mismunur sé á niður- stöðum höfundanna (0.9—3.0% falsk pósi- tift hjá „heilbrigðum"). THPA prófið má því nota sem eftirlitspróf (kontrol) vegna mikils næmis og sérhæfni. Að lokum er vert að huga að því, hvers konar blóðvatnspróf henta best á íslandi. Sem skimpróf er trúlega best að nota eitt- hvert reagin prófanna, enda auðfram- kvæmanleg. Hin næmu og sérhæfu tre- ponemal próf eru síður fallin til fjöldarann- sókna.15 Það er ekki verulegur munur á hinum ýmsu reagin prófum, hvað næmi og sér- hæfni varðar,29 þó er t.d. VDRL aðeins næmara (63%) en Kahn (56%) með tilliti til fyrsta stigs,19 og trúlega er hið fyrr- nefnda betur staðlað. Nú er einna algeng- ast, a.m.k. í Bandaríkjunum, að nota VDRL eða eitthvað afbrigði af því sem skimpróf. 179 Fowler og fl.8 báru saman 4 reagin próf. VDRL var jákvætt í 318 af 354 syphilis sera (89.8%) en ART (automated reagin test) í 265 af 354 eða 74.8%. Hins vegar var VDRL miklu oftar falskt pósitift eða 88 sera á móti 27 af ART. Macfarlane o.fl.24 fengu hins vegar heldur betri árangur með ART en VDR'L. Einn galli við reagin prófin sem ekki hefur verið minnst á, er svokallað „pro- zone“ fyrirbrigði. Það byggist á því, að serað, sem prófað er, hefur háan titer mót- efna, og því verður ofgnótt mótefna miðað við mótefnavaka og veldur því, að prófið verður neikvætt.88 Til þess að koma í veg fyrir falskt neikvætt próf af þessu tagi, þarf í raun að gera skimpróf á sera í þynn- ingunni 1/32 auk óþynnts sera. Aftur á móti hafa reagin prófin þann kost, að titer þeirra lækkar í flestum tilfellum eftir með- höndlun, og því er unnt að nota þau til að fylgjast með árangri meðferðar. Þetta gild- ir ekki um treponemal prófin, þótt unnt sé að mæla mótefnamagn með TPHA prófinu, þá er titerinn ekki í réttu hlutfalli við árangur meðferðar. 122 Erfiðara getur verið að velja sérhæft treponemal próf. TPHA prófið hefur þó einn ótvíræðan kost umfram FTA-ABS og TPI. Það er ódýrt og einfalt í framkvæmd. Slíkt vegur þungt á íslandi, þar sem býr lítið samfélag með lága syphilis tíðni. Að- alrökin gegn TPHA miðað við FTA-ABS er lágt næmi TPHA á fyrsta stigi sjúk- dómsins, en eins og Jaffe15 hefur bent á gegna treponemal próf minna hlutverki þá en síðar, og verða því þessi rök léttvæg. Tíðni falskra pósitífra TPHA prófa virð- ist að einhverju leyti vera tengd ákveðnum svæðum, landfræðilega, en í Evrópu hefur BFP tíðni TPHA prófsins verði lág.18 For- vitnilegt er að vita, hvernig sú tíðni er á íslandi og raunar myndi sú niðurstaða leiða í ljós hvort prófið er hæft sem við- miðunarpróf hérlendis. Árangur af hinni nýju greiningaraðferð ELISA35 vekur mikl- ar vonir. Mikilvægast er þó að Íslendingar eignist loksins viðmiðunarpróf t.d. TPHA með FTA-ABS sem bakhjarl. Því eins og King hefur sagt17: „... it is possibly true that more injuries have been inflicted on patients under the banner of Wasserman than of any other name under heaven.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.