Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1978, Síða 49

Læknablaðið - 01.12.1978, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 191 flokkunum upp í 50 ára eru karlar í yfir- gnæfandi meirihluta. Þessi munur minnkar verulega í hærri aldursflokkum þar til kemur upp fyrir 70 ára aldursflokkinn, en þá eru konur í meirihluta. Fram kemur í forspjalli, að sjúklingum er skipt í ákveðna flokka, sár í maga í þrjá flokka, sár í skeifugörn í sér flokk og sár í magastúf (stoma) og vélinda tekin saman, enda á þessu stigi lítil áherzla lögð á hin síðastnefndu í þessari grein. Annars væri athyglisvert að kanna afdrif þessara síðast- nefndu sjúklinga á öðrum vettvangi. Tafla II sýnir staðsetningu sáranna. Þar sést, að af sárum í maga eru rúmlega tvisv- ar sinnum fleiri staðsett í porthelli (ant- rum) svarandi til Johnsons flokks III.8 Þar sést einnig, að flest sáranna í maga, sem samfara eru skeifugarnarsárum, eru stað- sett í porthelli (antrum), fáein í magabol (corpus ventriculi) svarandi til Johnsons flokks II.2 Table II. Site of ulcer. Site Number antrum 338 (III) Gastric ulcer only corpus 158 (I) 496 Gastric and duodenal ant.rum 44 ulcer corpus 7 (II) 51 Duodenal ulcer only 487 Stoma ulcer 26 Esophageal ulcer 7 Total 1067 Tafla III sýnir staðsetningu sáranna í skeifugörn annars vegar og maga hins veg- ar í heild. Heildarhlutfall milli maga- og skeifugarnarsára (karla og kvenna saman) er 1.02 (547/538). Table III. antrum 382(70%) Gastric ulcer (all) 547 corpus 165(30%) bulbus 521(96.7%) Duodenal ulcer (all) 538 postbulbar 17(3.3%) Ratio bet.ween gastric and duodenal ulcers 1.02 (men and women together). Table IV. Site of ulcer (men, womenj. Sex Men % Women % Gastric ulcer-corpus 61 9.7% 97 22.1% Gastric ulcer-antrum Gastric and duodenal 195 31.1% 143 32.6% ulcer 35 5.6% 16 3.6% Duodenal ulcer St.oma and esophageal 317 50.5% 170 38.7% ulcer 20 3.2% 13 3.0% Total 628 100% 426 100% Ratio: gastric/duodenal ulcer Men : 0.825 Women : 1.375 Tafla IV gerir nánari grein fyrir stað- setningu sáranna með tilliti til kynja. Þar sést, að sár staðsett í maga eru mun algeng- ari hjá konum, þá sér í lagi í magabol (corpus) eða 58.3% á móti 41.7% í skeifu- görn. Aftur á móti kemur fram, að 56.1% karla hafa skeifugarnarsár á móti 43.9% staðsett í maga. Hlutfall milli maga- og skeifugarnarsárs hjá konum er því hátt (1.375) en mun lægra hjá körlum (0.825). Kannað var, hvort hlutfall maga- og skeifugarnarsára hefði tekið breytingum frá 1956 á rannsóknartímabili og eins hlut- fall innbyrðis milli staðsetningar í maga- bol (corpus) og porthelli (antrum). Fram kom, að hlutfall magabolssára hefur hald- izt næsta óbreytt frá um 10—20% af heild- arfjöldanum með dálitlum árssveiflum. Porthellissárum (antrum sárum) hefur heldur fjölgað úr um 20—30% í byrjun í um 301—40% á seinni árum á kostnað skeifugarnarsára, sem voru í byrjun um 50—60%, en 35—40% seinni árin. Ekki er ljóst, hvort orsökin sé vaxandi tíðni port- hellissára (antrum sára), en öllu sennilegri er sú skýring, að meiri áherzla hafi verið lögð á seinni árum á innlagningu súklinga með sár staðsett í maga fremur heldur en skeifugörn. Aðrar skýringar kunna þó að vera á þessu. Tafla V sýnir staðsetningu sárs með til- liti til aldurs. Þar sést, að 61.5% sjúklinga undir 20 ára aldri hafa skeifugarnarsár, og 26.9% sár í porthelli (antrum, prepylor- iskt), eins og búast mátti við. Á aldrinum 21—40 ára eru skeifugarnarsár í meiri hluta (55.3%), þar næst porthellissár (flokkur III, antrum sár) eða 27.7%. Hins vegar á aldrinum 41—60 ára eykst hlutur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.