Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 50

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 50
192 LÆKNABLAÐIÐ magasára og nær yfirhöndinni yfir skeifu- garnarsárin, hlutfallsleg aukning á bæSi maga'bols- og porthellisstaðsetningu eða 53.1% alls, ef með eru tekin þau, sem sam- fara eru skeifugarnarsári. í aldurshópnum yfir 61 ár minnkar enn hlutur skeifugarn- arsára, en hlutur magasára vex og þá eink- um magabolsstaðsetning eingöngu (flokkur I, 22.3%). Af 1067 sjúklingum reykja 661 (62%) með vissu, óvíst um 41. Af töflu VI kemur fram, að um 24.2% sjúklinga hafa einkenni skemur en 1 ár, 28% hafa einkenni frá 1 og upp í 5 ár og 47.8% hafa einkenni lengur en 5 ár, all- margir 20—30 ár. Magasýrumæling var gerð hjá 760 sjúk- lingum (71.2%). Lengst af var gert hista- mínpróf, en frá miðju ári 1972—1975 hista- logpróf.4 Ónákvæmni gætir eflaust í þess- um mælingum, einkum histamínmælingun- um af ýmsum ástæðum, þó í flestum til- vikum sé unnt að gera sér grein fyrir hækkuðum, eðlilegum og lágum sýrum. Af 760 sjúklingum höfðu 449 hækkaðar sýrur (59%), eðlilegar sýrur höfðu 220 (um 29%), lækkaðar sýrur höfðu 90 (um 12%), en 1 hafði engar sýrur (magastúfssár). Tafla VII sýnir magasýrur með tilliti til staðsetningar sára. Fram kemur að sýrur fara hækkandi eftir því sem neðar dregur í maga, það er corpus antrum duodenum, lægstar sýrur í magabol, hæstar í skeifu- görn. Tæplega 70% þeirra, sem hafa hækk- aðar sýrur, hafa skeifugarnarsár, tæplega 30% hafa sár í porthelli, en aðeins 6.8% sár í magabol, miðað við þá, sem hafa lækkaðar sýrur, þar sem skeifugarnarsárin eru um 7%, sár í porthelli um 24% en magabolssár um 54.4%. Til viðbótar er stærsti hluti magastúfssára (stomasára) í þessum hópi. Vissulega er talsverð skörun á milli hinna ýmsu flokka, sem skýra mætti með ýmsu móti, en ekki farið út í það hér.4 Af öllum sjúklingafjöldanum höfðu 363 sjúklingar (34%) fylgikvilla eða sögu um fylgikvilla. Af þeim höfðu 299 blæðingu, 32 sögu um sprungið magasár (perforation) og 32 sögu um stíflur (obstruction) en ekki verður farið nánar út í þessi atriði að sinni. Er kannaðar voru sýrumælingar hjá þess- um síðastnefndu hópum, kom glöggt fram, að af 249 sjúklingum (af 363 alls), þar sem sýrumælingar voru gerðar, höfðu 167 sjúk- lingar, eða 67%, hækkaðar sýrur, 22.5% eðlilegar sýrur, en aðeins 10.5% lækkaðar sýrur. Af öllum 1067 sjúklingum höfðu 356 Table V. Site of ulcer in relation to age. Site Age 0—20 21—40 41—60 61 + Gastric ulcer (corpus) 2 ( 7.7%) 33 (10.4%) 74 (14.7%) 49 (22.3%) Gastric ulcer (antrum) 7 (26.9%) 88 (27.7%) 165 (32.8%) 78 (35.5%) Gastric and duodenal 0 ( 0%) 16 ( 5%) 28 ( 5.6%) 7 ( 3.2%) Duodenal (only) 16 (61.5%) 176 (55.3%) 219 (43.5%) 76 (34.5%) Stoma and esophageal 1 ( 3.8%) 5 ( 1.6%) IV ( 3.4%) 10 ( 4.5%) Total: 26 ( 100%) 318 ( 100%) 503 ( 100%) 220 ( 100%) Table VI. Duration of Symptoms. 1 year 1-5 years 5 years Total Number 258 299 510 1067 % 24.2% 28% 47.8% 100% Table VII. Gastric acid analysis and site of ulcer. 760 cases Elevated acids Normal acids Lowered acids No acids Gastric ulcer (corpus) 21 ( 6.8%) 67 (30.5%) 49 (54.4%) 0 Castric ulcer (antrum) 121 (26.9%) 84 (38.2%) 21 (23.3%) 0 Gastric and duodenal ulcer 25 ( 5.6%) 5 ( 2.3%) 1 ( 1-1%) 0 Duodena! ulcer 279 (62.1%) 60 (27.3%) 6 ( 6.7%) 0 Stoma and esophageal ulcer 3 ( 0.7%) 4 ( 1.8%) 13 (14.4%) 1 (stoma) Total: 449 220 90 i

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.