Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 63

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 197 J. N. P. Davies, D.Sc., M.D., F.R.C. Path.* „THE NEWER EPIDEMIOLOGY OF CANCER WITH SPECIAL REFERENCE TO HODGKINS DISEASE" The Niels Dungal memorial lecture University of Iceland Reykjavík Formáli Fyrirlestur sá, eftir J.N.P. Davies, sem hér birtist er hinn níundi Nielsar Dungals minningarfyrirlestur, haldinn á vegum sjóðs Nielsar Dungals prófessors. Skipu- lagsskrá sjóðsins var staðfest af forseta íslands 1. nóvember 1971. í 4. grein skipu- lagsskrárinnar segir: „Tilgangur sjóðsins er að bjóða til fyrirlestrarhalds við Há- skóla íslands íslenzkum eða erlendum fræðimönnum og skulu fyrirlestrarnir tengdir nafni prófessor Nielsar Dungals“. Vegna sjötugsafmælis Nielsar Dungals, þ. 14. júní 1967 var í samræmi við drög að skipulagsskrá, fyrsta fyrirlesaranum boðið að flytja Nielsar Dungals minning- arfyrirlestur. Var það prófessor Carl Gustaf Ahlström frá Háskólanum í Lundi. Annar Nielsar Dungals fyrirlestur var fluttur af Shields Warren frá Harvard Há- skóla. Síðan féllu fyrirlestrar þessir niður í nokkur ár, þar til skipulagsskrá var form- lega staðfest, en hafa verið fluttir árlega eftir það. Eftirtaldir vísindamenn hafa flutt Niels- ar Dungals fyrirlestra: 1. Carl Gustaf Ahlström frá Háskólanum í Lundi: „Virus och Cancer, den olösta gátan“. Fyrirlesturinn birtist síðar í Læknablaðinu, 53. árg. 1967, bls. 132— 151. 2. Shields Warren frá Harvard Háskóla: „Radiation as a carcinogen11. Erindið birtist í Læknablaðinu, 54. árg. 1968, bls. 211—227. * Professor of Pathology Albany Medical Col- lege Albany, NEW YORK. Barst ritstjórn 6/7/78. 3. N.F.C. Gowing, The Royal Marsden Hospital, London: Testicular Tumours. 4. Steen Olsen, Árósarháskóla: Glomerulonephritis. 5. A. Laufer. The Hebrew University, Jerusalem: Bone tumours. 6. Harald Gormsen, Retsmedicinsk Institut, Kaupmannahaf narháskóla: N arkoman- dödsfald í Köbenhavn. 7. J.Chr. Siim, Statens Seruminstitut, Köbenhavn: Toxoplasmosis. 8. Jörgen Dalgaard, Retsmedicinsk Institut, Árósarháskóla, Trafikulykker. 9. J.N.P. Davies, The Albany Medical College of Union University, Albany, New York, U.S.A.: The Epidemiology of Cancer with special reference to Hodgkin’s Disease. 10. David E. Anderson, M.D. Anderson Hospital and Tumour Institute, Texas Medical Center, Texas, U.S.A.: Hetero- geneity of Familial Breast Cancer. Auk hinna formlegu Nielsar Dungals minningarfyrirlestra fluttu flestir fyrir- lesaranna erindi fyrir stúdenta í lækna- deild. Fyrirlestur J.P.N. Davies um Hodgkin’s sjúkdóm var fluttur í tengslum við fund Nordisk Cancerunion hér á s.l. sumri og ráðstefnu um krabbamein og erfðir, sem þá var haldin á vegum Krabbameinsfélags íslands. Dungalsjsóðurinn stóð einnig að boði annars fyrirlesara til þessarar ráð- stefnu þ.e.a.s. D.E. Anderson frá M.D. Anderson Hospital and Tumour Institute, Texas Medical Center, Houston. En erindi hans fjallaði um brjóstakrabbamein og erfðir. Ólafur Bjarnason.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.